Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 5
SKINFAXI. 109 við nám fást, álíta tungumdlin vera höf- uðatriði í þeirri uppeldisbót, sem þeir sækj- ast eftir. Þetta sést á því, að þótt marg- ir skólar kenni tungumál, þá hrökkva þeir «kki til. Mjög margir menn gera sér tungu- málakensluna að atvinnu og eru furðu feng- sælir. Þar á móti er alveg þýðingarlaust fyrir sérfræðinga í náttúrufræði, landa- fræði, sögu og jafnvel í íslensku að bjóða tímakenslu. Til þeirra manna kemur eng- inn. Þekking þeirra er ekki eftirsótt vara á hinurn frjálsa mentamarkaði. En hver sem auglýsir kenslu i erlendum tungumál- um er hér um bil viss með að fá ein- hverja lærisveina. Nú er það augvitað alveg rétt, að það ■er mjög gott fyrir íslendinga að kunna ■eitt eða fleiri erlend mál. Þörfin er þeim mun meiri sem þjóðin er minni en ná- búaþjóðirnar og bókmentir okkar fábrotn- ari. Tungumálaþorsti Islendinga er þann- ig sprottinn af eðlilegum orsökum. En þó svo sé, þá hefir hann lent í öfgum og mála- Jöngun unga fólksins er að verða sjúkt •vandræðafálm, þar sem miklu starfsafli og fé er fleygt í sjóinn að heita má. Þegar menn byggja bát er ætlast til að á honum megi flytja einhvern ákveðinn þunga yfir eða eftir vatni. Og þegar hús •er bygt, þá á það að vera meira en fok- helt. Það á að vera hlýtt og bjart; það á ekki að leka. Það á að geta skýlt mönn- um móti óblíðu náttúrunnar. En fávís mundi sá maðurþykja, sem ætlaðiað byggja háta og hús en kæmist aldrei lengra en Æð smíða kilina eða undirstöðurnar. Þar sæu menn áþreifanlega að starfsaflinu væri ■eytt til ónýtis. En mjög mikið af mála- námi okkar er af sama tægi og þetta, •ekkert nema máttlausar byrjanir, sem aldrei bera neinn gagnlegan ávöxt. Til að skilja þá hættu, sem hér er á ferðum, þarf að athuga til hvers það er, .að kunna eitthvert erlent tungumál. Sú kunnátta getur talist fjórskift: 1. Að geta skilið aðra menn, »em tala erlenda málið. 2. Að geta talað málið sjálfur. 3. Að geta lesið málið. 4. Að geta skrifað málið. Sá einn kann útlent mál, sem hef- ir vald á þessum fjórum þáttum þess nokkurnveginn eins og vel mentir menn í landinu sjálfu. En hins vegar þurfa menn mjög oft ekki með svo mikiltar kunnáttu, heldur aðeins einhverra greinanna. En það leiðir af sjálfu sér, að maður sem hefir byrjað á erlendu máli en getur ekki lesið það, talað, "skrifað, né skilið menn seni mæla það, honum er ekkert gagn að sinni þekkingu í þess efni. Hún er eins og und- irstaða, sem aldrei var bygt ofan á. En einmitt af þessu tægi er mikið af mála- námi Islendinga urn þessar mundir. Þessi dómur nær að vísu ekki til dönsk- unnar, því að hún er svo náskyld íslensk- unni, að flestir, sem byrja á að nema hana geta a. m. k. lesið léttar danskar skáldsögur. En þegar kemur til annara mála, þá verður annað upp á teningnum. Fjöldi manna hefir byrjað á ensku, þýsku og frönsku, að maður nú ekki talar um fornmálin, án þess að komast í gegn með nokkra grein málsins. Einkuiu á þetta sér stað með ensku, af því að fiestir stunda hana að einhverju Ieyti. Svo má að orði kveða, að flestir sem ekki hafa notið góðr- ar enskukenslu í meirct en þrjá vetur hafi lítil not þess, er þeir kunna í málinu. Að vísu eru til einstakar undantekningar, sérstakir dugnaðarmenn, sem með lítilli til- sögn hafa numið ensku eða önnur stór- mál vel. En þeirra gætir lítið innati um allar gagnslausu byrjanirnar. En af öllu þessu káknámi er þó einna minnst gagn að því að hlaupa til að kaupa sér fáeina tíma, part úr vetri, í máli sem er margra ára verk að læra svo að mynd sé á. Þar að auki eru margir þeir, sem auglýsa sig sem tungumáiakennara alls ófærir til starfs- ins. Hér á landi hagar svo til, að öllum þorra manna er mest gagn að því að geta lesið skemti- og fræðibækur á erlendum málum,-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.