Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 10
114 SKINFAXI yrðu stækkaðar. Eg veit ekki hversu margir þessara manna fengu ósk sína upp- fylta; en í árslok 1912 voru bændur i Skotlandi 287 fleiri en í árslok 1911. ÞaS hafa hlotið að vera aðallega nýbýlismenn, Auðvitað er það takmörkuð fjárhæð, sem nefndin hefir árlega úr að spila til þess- ara nýbýla. Fagrar listir. i. Flestir menn hafa ánægju af fögruin íistum, í einhverri mynd, en ekki eru nema sárfáir gæddir þeirri gáfu að geta aukið listina í heiminum, skapaö ný snildarverk. Hlutverk fjöldans er þessvegna að njóta listanna, en ekki að auka þær. Eista- mennirnir „af guðs náð“ eru uppsprettur, sem lýsa og verma þúsundir og miljónir manna áratugum og öldum saman. Þeír eru velgerðamenn mannkynsins. Að því er snertir viðleitni manna til að skilja listaverkin, koma til greina mismun- andi aðferðir, en þó gætir tveggja aðal- lega. Sumir vilja rannsaka alt og meta alt. Þeir vilja grafa upp úr rústum gleymskunnar hvert gamalt handtak lista- mannsins og hvert hálfunnið verk hans, til að geta betur skilið og metið alt starf mannsins. Hafi þannig eitthvert skáld t. <1. gert 100 kvæði, þar sem 95 eru mjög léleg en 5 afbragðs góð, þá vilja þeir draga af heildareinkunn skáldsins. „Að vísu var maðurinn skáld“ segja þeir. „Honum tókst vel einstaka sinnum, en oftast hurfu perl- urnar í moldviðrinu, sem hann þyrlaði upp“. Þeim hættir þá til að glevma sjálf- um perlunum af því þeim þykir svo mik- ils um vert að geta sannað tilveru leirsins, sem þær eru hálf-faldar í. Gagnstætt þessari stefnu kemur önnur gerólík. Þeir, sem henni fylgja, eru bjart- sýnir og tilfinningasamir menn. Þeir fara í gegn um veröld, sern er auðugri af ljót- leika en fegurð' en þeir sjá ekki það sem ljótt er. Þeir horfa yfir það, eins og mað- ur fullur af heimþrá horfir af fjarlægri strönd í átlina til ættlands síns, og lætur alt hið nálæga hverfa í draumamóðu, en sér í anda föðurland sitt, þó fjarri sé. Þessir menn leita í heimi listanna að því fáa, sem fagurt er, en alls ekki að hinu sára, sjúka eða limlesta. Þeir Ieita að sannri list og snild, sem getur veitt unað og yndi. Þeim fer eins og manninum, sem gengur um grænar grundir og stað- næmist um stund við allra fegurstu blóm- in, sem verða á vegi hans, en fer hugsun- arlalaust yfir hversdagslegt grængresið. Þegar þessir menn hitta skáldið með 5 kvæðin góð og 95 léleg, þá mynda þeir sér dóm um hann, eftir góðu kvæðunum fimm en minnast alls ekki á hin, láta eins og þau væru ekki til. Þeir segja að mað- urinn hati auðgað heiminn með fimm lista- verkum. En hve oft honum hafi mistek- ist komi þeim ekki við. Snildarverkin ein séu þar eilíft innlegg, og annað sé ekki lagt á metaskálina. Þeir eru skáldinu engu að siður þakklátir þó að því hafi mistek- ist flugið 95 sinnum á æfinni. Dómur um dáinn hvern er þar bygður á hinumgóðu, lífvænlegu verkum. Þessar tvær aðferðir eiga vel við sin á hvoru sviði. Samtíðin notar meðáltals- dóminn, en sagan miðar við hœstu tón• ana. Meðan listamaðurinn lifir mitt á meðal okkar, horfum við á starf hans eins og baráttu, eins og glímu við hina óþektu móður listanna, sem er ófús að veita bless- un sína. Þegar vel gengur klappa áhorf- endurnir lof í lófa, en í mótlætinu snúa þeir baki við listamanninum, eða þeir æpa að honum og grýta hann. Það segj- ast áhorfendurnir gera til þess að bæta listamanninn, til að sýna að þeir þoli hon- um ekki alt, til að venja hann á að vanda sig og koma sigri hrósandi með fullgert listaverk í fangi. Og rétt er að viðurkenna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.