Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 2
106 SKINFAXI ]>ar er maurapúkinn jafn bágstaddur eins og brauðlaus maður, með fulla vasa af gulli, á víðáttumikilli eyðimörku. Hver hamingja, lífsnautn eða varanlegir ávextir fylgdu samanspöruðu aurunum, sem lágu ónotaðir í sjóvetlingnum eða á kistubotn- inum? Og hvílíkt starf hefiríslenskaþjóð- in unnið á síðasta mannsaldrinum með hinum almennu fjárframlögum, sköttunum, sem annars hafa verið feiknalágir? Unga kynslóðin verður að vera sjálfri sér sam- kvœm. Ef hún vill framfarir, þá verður hún að þola skatta og kunna að nola þá. Frá sjónarmiði framfaramannsins eru skattarnir gleði- en ekki hrygðarefni. Hver slíkur maður, sem borgar skatt finn- ur, að hann er að gefa nokkuð af sínu eigin afli til að gera Iandið betra og feg- urra og þjóðlífið fullkomnara en annars mundi, ef hans skerfur væri dregin undan tiund. Það er þessi lífs- Miklir staitar. skoðun sem þarf að Rettlátir skattar. ’ r ryðja sér tu rúms, et framfaraviðleitnin á að verða heilbrigð og affarasæl. Trúin á nauðsyn mikilla skatta og fúsleiki að gjalda þá er undirstöðu- atriði í framsókn okkar. Næsta atriðið er að skattarnir séu réttlátir, og verði engri stétt eða manni óþarflega þungbærir. Nú sem stendur eru skattarnir mjög ranglátir. Þeir hvíla mest á fátæklingunum en miklu minna á efnafólki. Tvær helstu tekjulind- ir landssjóðs nú sem stendur eru vöru- tollurinn og kaffí,- og sykurtollur. Og þessa skatta greiða menn nokkurnveginn jafnt, af jafnmörgu fólki, hvort sem tekjur heimilisins eru 1000 eða 10,000 krónur á ári. Samt er þessu ekki svo til hagað nú, af því að löggjafana hafi langað til að leggja byrðarnar þyngstar að tiltölu á þá máttarrninstu, heldur af hinu, að skattarn- ir verða að vera að mestu ósýnilegir, af því fólkið hatar þá. Ranglætið í skatíalöggjöfinni stafa að mestu af því, að það verður að leika á gjaldendur. Þessu fylgja tveir ágallar. Fyrst að skattar fengn- ir með tolium koma ranglátlega niður, mest á þá sem síst skyldi, og í öðru Iagi af því að innheimtumenn tollanna (kaup- menn) leggja skatt á skattinn, taka miklu hærri innheimtulaun heldur en nokkur skattheimtumaður mundi gera. Þegar fram líða stundir mun verða breyting á þessu hér á landi. Eftir því sem mönn- um vex þekking og víðsýni í fjármálum munu tollarnir minka og hverfa með öllu. I stað þeirra virðist sýnilegt að koma muni þrír tekjustofnar, og má ráða það af fram- þróun skattamálanna erlendis. Fyrst kem- ur verðhækkunarskattur af öllu landi og lóðum, sem hækka í verði fyrir aðgerðir þjóðfélagsins, eða af almennri framþróun i landinu. Þá hœkkandi skattur afstór- eignum og háum árstekjum. Sá skattur er mjög nauðsynlegur til að fylla upp í eyður verðhækkunarskattsins, sem ekki nær ætíð sem skyldi til manna með mikinn höfuðstól í lausafé. I þriðja lagi getur vel komið til mála, að þjóðfélagið hafi með höndum arðberandi atvinnurekstur ,svo sem siglingar, fiskiveiðar, samgöngur o. fl. Þannig munu skattamálin liggja fyrir hinni uppvaxandi kynslóð. Því örari sem framförin á að verða, því þyngri verða skattarnir. En til þess að búa ekki við óþarflega háa eða rangláta skatta, verða framfaramennirnir að breyta nokkuð frá þeirri stefnu, sem nú er fylgt, hverfa frá tollum, en hníga að beinum sköttum. En hvenær verðum við svo skynugir að fylgja þeim leiðtogum, sem hafa hug og dug til að segja: Mikla skatta! Miklar framfarirf Itýja skipið. Munið eftir því, að enn vantar Eim- skipafélagið fé í þriðja skipið. Margt smátt gerir eitt stórt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.