Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 6
110 SKTNFAXI. geta dregið að sér lífsafl utan úr heimi gegnum bœkurnar. Aðrar greinar málanna eru miklu ónauðsynlegri, því að það er ætíð mikill nn’nni hluti af hverri þjóð, sem umgengst útlendinga og þarf að skilja mælt mál þeirra, tala við þá eða eiga við þá bréfaskifti. Yfirleitt skiftir mestu hér á landi um það, hvernig fólk skilur ritmál erlendu þjóðanna. Til að geta komist leiðar sinn- ar er nauðsynlegt að horfa á takmarkið þegar frá upphafi. Og takmark þess manns, sem byrjar að nema bókmál annarar þjóð- ar á að vera þetta: Að geta skilið til fidlnustu frœðibœkur og góðan skáld■ skap á því máli. Meðan nemandinn hef- ir ekki náð þessu takmarki er þekking hans í málinu sambærileg, að ]>ví er gagn snertir, við óklædda húsgrind á lélegum grunni. I næsta blaði verða gefnar nokkr- ar bendingar um það, hvernig menn eiga léttast með að verða bóklæsir á útlent mái. Bæða flutt við setningu stúdentamótsins á Eiðsvelli 15. júlí 1915. Norrænu félagar! Oss Islendingum er oft brugðið um, að vér rigbindum oss við liðna tímann, lifum á endurminningum, lítum aftur, i stað þess að horfa fram á leið. Því verður ekki neitað, að skáld vor hafa ekki van- rækt, að leiða athygli landsins barna að endurminningum horfinna blómaalda, um feðurna djörfu, hetjurnar, sem unnu frelsi og mátu sjálfstæði meira en fósturjörðina, yfirgáfu frændur og óðöi og klufu hrann- ir um ólgandi úthaf, ílúðu kúgun einvald- ans. Þessar endurminningar elskum vér íslendingar allir. Ekki aðeins af því, að fegurð endurminninganna hrífur oss inn í draumsæl ódáinslönd, heldur vegna þess, að vér eygjuin hugsjónamarkið sem fram- undan liggur, við bjarma eldsins á altari sagnanna. Leiðarljós vonarinnar tendrasL Æskuþorið verður nokkurskonar straum- breyti, er breytir ljóma endurminninganna í starfslöngun og hughrifni, er leitar fran> á við. Því enginn, sem sér roðann eftir sólina, sem hnigin er til viðar í vestri, væntir þess, að hún rísi upp aftur á sama stað og hún hvarf, heldur að hún muni koma upp í austri, þegar morgnar. Það verður oss æ hetur ljóst, að glötuð velgengni fæst ekki aftur, nema með eðli- legri þróun og aukinni menningu. Áþann hátt knýja endurminningarnar oss til að líta fram á leið, að leita að leiðum, er vér getum fetað, til að hæta upp menn- ingarkyrstöðu vora. Fjarlægðin frá öðrum löndum, samgönguleysið og óblíða náttúr- unnar, hafa öldum saman kyrkt andans gróður vorn, hamlað eðlilegri menningar- þróun. Vér finnum það glögt, að menn- ingargróður vor þarfnast nýrrar næringar, nýrra strauma utanað, til að geta náð fullum þroska. Það var því ekki tilvilj- un ein, að á fyrsta stúdentafundinum, sem eg var á í Reykjavík, eftir margra ára dvöl erlendis, var umræðuefnið einmitt ut- anfarir stúdenta. Mér fanst það fyrirboði um góðan við- gang málefnis vors — andlegrar og bróð- urlegrar einingar Norðurlanda — sem þá átti að fara að boða á Islandi. Þótt þátt- taka vor i stúdentasambandinu norræna sé ekki mikil ennþá, þá finst mér liggja í hlutarins eðli, að svo framarlega sem vér höfum ekki inist sjónar á endurminning- um liðinna alda fyrir fult og alt, þá hlýt- ur hverjum Islending að vera ljóst, að straumana utan að verður að sniða eftir þörfum menningarinnar, sem heima fyrir er. Menningargróður vor — eins og allra annara þjóða — er sprottinn úr gróður- mold sögunnar, og er þéttur og kjarngóð- ur, þó ekki hreyki sér hátt, fremur en grasið á túnum vorum og engjum. Hann>

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.