Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 14
118 SKINFAXI. unum. íslensku sagnfræðingarnir í forn- öld hafi bygt á þessuni misskilningi, og því séu heimildirnar rangar. Höf. tekur upp vörn fyrir íslensku heim- ildirnar og byggir á þeim nýjar og skarp- fegar skýringar. Hann telur að konung- ur hafi jafnframt landvinningunum slegið eign sinni á jarðir óðalsmannanna, en gert um leið þá bragarbót að setja þá, er gerð- ust hans menn, óðara inn í réttindi þeirra aftur. Með þessu flæmdi konungur þver- brotna menn úr Iandi, og eignaðist þá venjulega jarðir þeirra, en trygði sórjafn- framt allan þorra stórbændanna, með því að láta þá standa í þakklætisskuld við sig fyrir veittar velgerðir. Fáir menn eða engir munu þess umkomnir að fullyrða hverjar kenningar eru algerlega réttar um þetta etni; til þess er málið of flókið. En kenningar hr. E. B. eru skarplegar og djarflegar, og böf. virðist fara betur með aðalheimildirnar heldur en andstæðingar hans. Búanðarskýrslur árið 1913. Gefnnr út af Hagstofn Islunds. Rvk. 1915. Verð 50 aurar. Bændum hefi fjöigað um 80 síðan 1912 en öðrum framteljendum fækkað. Búsmali hefir heldur aukist á árinu. Nautgripir eru tæp 27 þúsund, sauðfé 634 þúsund, geitfé tæpt eitt þúsund, hestar 47 þúsund. Síðustu 5 árin hefir sauðfé fjölgað um 80 þúsund en langmest síðasta árið (35 þús.) og hefir fjártalan aldrei verið eins há í búnaðarskýrslunom eins og árið 1913. Sýnir það að framför er í landinu því að það ár urðu víða fjárskaðar eigi all-litlir. Frá félagsmönnum. Bjarni Ásgeirsson frá Knararnesi mun að öllu forfallalausu fara fyrirlestrarferð um Rangárvalla- og Árnessýslu rétt eftir nýárið. Bjorn Jakobsson fimleikakennari kom heim seint i sept. úr Svíþjóðarför sinni. Var haun lengst af í Stokkhólmi og Sundsvall og stundaði ýmsar útiíþróttir. Honum þykir miklu meira koma til sænskrar en danskrar menn- ingar, jafnt í íþróttum sem öðru. Björn kennir að nokkru leyti við námsskeið Sunn- lendingafjórðungs, sem byrjar nú bráðlega, Guðmundur Davíðsson sambandsstjóri heflr byrjað á pappírs og bókaverslun í Rvik nú í sumar og heitir verslun hans „Bókabúðin11. Hann mun ætla sér að hafa að jafnaði á boðstólum erlendar bækur, sem gagnlegar mættu þykja sjálf- mentuðum mönnum til heimalesturs. Auð- vitað hefir hann íslenskar bækur líka. Sigurður Gíslusou íþróttakennari gekk í sumar upp á Ei- riksjökul. Voru þeir tveir saman. Þeir voru þrjár klukkustundir upp jökulinn. Veður var ágætt, bjart veður og hiti svo að ófærð var allmikil og seinfarið. Engar sprung- ur urðu þeim að farartálma, en þó höfðu þeir félagar kaðal á rnilli sín til varúðar, því að oft er snjór yfir jökulsprungunum. Ofan af jöklinum er heldur víðsýnt. Blasti þá við Borgarfjörður allur og Mýrar, nokk- uð af Breiðafirði og Húnaflóa og mikið af Árnes- og Rangárvallasýslunr. Steinþór Guðmundsson . fjórðungsstjóri brá sér í sumar á hinn norræna stúdentafund á Eiðsvelli, og hélt þar ræðu þá, er birtist í þessu blaði. Félagsmál. Yestflrðlngrar ætla að halda íþróttaskóla á ísafirði fyr- ir jólin í vetur og er vonandi að aðsókn- in verði nægileg. Menn snúi sér til fjórð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.