Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 15
SKINFAXI 119 ungsstjóra Björns Guðmundssonar á Núpi, sem gefur allar upplýsingar. Sennilega auglýsir hann námsskeiðið í Vestra af því að tíminn er orðinn naumur og hægast að ná til Vestfirðinga þá leiðina. Fyrirlestrar í Borg'arflrði. Fjórðungsstjórn Sunnlendinga mun ætla Guðmundi Hjaltasyni að fara fyrirlestraferð um Borgarfjörð og Mýrar upp úr vetur- nóttunum. Tel að verið. Ungmennafélagar á Akureyri héldu hluta- veltu seint i sumar, meðan síldarfólkið var mest í bænum. Gengust þeir mest fyrir því Þórhallur Bjarnarson prentari og Stein- þór Guðmundsson, sem þá var þar stadd- ur. Þeir höfðu ekki nema hálfan dag til undirbúnings. En félagið fékk 150 krón- ur i hreinan ágóða. Akureyringum er mikið áhugamál að vel gangi með íþrótta- námsskeið það, sem þar verður haldið í nóvember í vetur, og vilja ekkert til spara, að það takist sem best. Kemur sér þá vel hlutaveltugróðinn. íþröttamót héldu Austfirðingar í nánd við Egilsstaði í sumar og hafði það tekist mætavel. Þess mun nánar getið síðar, þegar fregnir fást frá kunnugum mönnum. Þrastaskógur. Sambandsstjórnin mun ætla að leita hóf- anna við U. M. F. í Árnessýslu, hvort þau geti ekki gert eitthvað til að nota, og fegra þennan yndislega stað. Þar mun fljótlega rísa upp gistihús (við Sogsbrúna), og ef til vill væri hægt að halda þar hin árlegu héraðsmót Sunnlendinga. Skinfaxi óskar eftir bendingum um þetta írá ungmenna- félögum austanfjalls. Kaupbætlr. Menn sem gerast kaupendur að þessum árgangi blaðsins, geta fengið í kaupbæti fylgirit blaðsins þetta ár, eftir Guðmund Davíðsson og Þegnskylduvinnuna eftir Her- mann Jónasson. En borgun verður að fylgja pöntun. Þjóðfélagsfræðin er nú til sölu hjá bóksölum í aðalkaup- túnum landsins og hjá einstökum útsölu- mönnum víðsvegar um land. Bókin mæt- ir hvarvetna bestu viðtökum. Til ungmennafélaganna í Sunnlendingafjórðungi. Hér með tilkynnist yður, að Jón Kjart- ansson kennari, frá Onundarfirði, verður i þjónustu fjórðungsins á komandi vetri. Leggur hann af stað héðan um næstu mán- aðamót, austur i Skaftafellsýslu. Heim- sækir hann fyrst félagið Bláfjall i Skaftár- tungu og síðan öll sambandsfélög ettir röð. Mun hann verða hér um bil mánuð í Skaftafellssýslu. Um Rangárvalla og Ár- nessýslur er honum ætlað að fara í vest- urleið, í desember og janúar, síðan upp um Borgarfjörð og Mýrar, alt vestur i Miklaholtshrepp. Nákvæm ferðaáætlun verður send til allra félaganna innan skamms. Þareð aðeins tæpur helmingur félaganna í fjórðungnum hefir svarað bréfi voru, er vér sendum í júní, skal það tekið fram, að vér gerum ráð fyrir, að öll sambands- félög, eins þau sem ekki hafa svarað, veiti Jóni viðtöku og fararbeina. Skorum vér því á öll félög, að láta oss tafarlaust vita, til hvaða bæjar á félagssvæðinu hann á að snúa sér, er hann ber að garði. Þurf- um vér að hafa svör þessi í höndum fyr- ir 25. þ. m. Reykjavík 4. okt. 1915. Fjórðungsstjórnin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.