Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 11
115 SKINFAXI að þetta aðliald samtíðarmannanna hefir alloft mikla þýðingu. Það temur lista- manninn. Það mýkir hann og fágar, og það verður oft til að örva hann til starfa og framkvæmda. En þó að þessi aðferð sé góð fyrir iista- manninn sjálfan, til að aga hann og upp- ala, þá er hún slæm fyrir þann, sem beit- ir henni. Hún venur menn á að leita að litlu, að horfa á það, sem er brotið og bækl- að, en háifgleyma perlunum, af því að þær eru í svo fyrirferðarmiklum umbúðum. Síðari aðferðin hefir þann kost, að hún beinir hugum manna að þvi, sem í raun og veru er vert að sjá. Islendingur sem fylgir þeirri aðferð og vill gleðja sig við að njóta íslenskrar listar blaðar í gegnum úrvalsrit 10—20 allra helstu skáldanna og ritsnillinganna, sem uppi hafa verið með þjóðinni, og hann hverfur frá perlu til perlu, til þess eins að horfa á þær, skilja þær, dáðst að þeim og gleðjast yfir þeim. I næstu blöðum verður minst á fáein listaverk, og þessari reglu beitt, að velja úr, það sem er aðdáunarvert, og hjálpa tii að skýra það. Iþróttirnar. Menn segja að íþróttalífið í landinu sé f daufasta Iagi og framförin næstum eng- in. Einkum verður sumum feitum hæru- kollum skrafdrjúgt um, að þar eigi ung- mennafélögin engar þakkir skilið. En rangt er nú þetta samt. Iþróttirnar eru í fram- för, þó hún sé hægfara, og afturför á ein- stökum sviðum eins og t. d. með glímuna. En heildinni þokar áfram. Allir sem hafa komið í Laugarnar í Rvík vita að þar er altaf „húsfyllir“ að kalla má, bæði af körl- um og konum, enda læra þar allir sund, sem upp vaxa í bænum. Sama segja kunnugir menn um unga fólkið í Borgar- firði og Mýrum. Þar synda allir að heita má, Og sú íþrótt er jafnan einna best þar á íþróttamótum. í þeim sveitum er sund- kenslan og íþróttaæfingar svo að segja eingöngu i sambandi við ungmennafélögin og svo er víðar. Á Norðurlandi veita ferðamenn eftirtekt að víða eru markaðir knattspyrnuvellir með varanlegum mörk- um. Þangað safnast ungir menn í tóm- stundum sínum á helgum dögum og æfa knattspyrnu. Og þeim til sorgar, sem halda að iþróttaiðkanir geri alla að letingjum, má geta þess, að sumir allra duglegustu yngri bændur í Skagafjarðar og Þingeyjasýslu taka þátt í opinberum knattspyrnumótum, og vinna vel fyrir því, gera sumir hverir meiri jarða- og húsbætur heldur en ílestir aðrir menn. Þetta er eðlilegt. Þeir af- kasta meiru við heimilisverkin af því þeir efla sig með íþróttunum. Hjúkrunarstarf. I Grundarprestakalli í Eyjafirði hefir presturinn, sr. Þorsteinn Briem, og sóknar- börn hans komið sér saman um, að það væri æskilegt að hafa hjúkrunarkonu í hér- aðinu. Og þeir hafa ekki látið sitja við orðin tóm. Þeir hafa kostað stúlku til að nema hjúkrunarfræði og leggja á sig nokk- urn árlegan kostnað til að fá hana til að ílendast í sveitinni. Hjúkrunarkonan telur sig til heimilis á einum bænum í sveitinni, og vinnur þar, þegar hennar er ekki þörf við að hjúkra sjúkum mönnum. En jafn- skjótt og einhver veikist i sveitinni, og er alvarlega sjúkur, þá er hjúkrunarkonan sótt, engu síður en læknirinn, og síðan stundar hún sjúklinginn meðan þörf gerist. Húsleysi. Hafa allir menn hugsað út í, hvað það er að eiga ekki skýli yfir höfuðið, að vera manneskja, en verða þó að sætta sig við

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.