Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 8
112 SKINFAXI og minna stundað skógrækt. Sum hafa tekið nýja bletti til skógræktar, haldið við hinum gömlu, gróðursett í þá, hlúð að eldri plöntunum, komið upp trjá- görðum heima við bæi o. s. frv. Eitt félag sunnanlands hefir tekið t. d. 3600 □ m. blett til skógræktar. Skýrslurn- ar geta um að 2000 plöntur haíi verið gróðursettar, en þær eru þó miklu fleiri, þvi að víða er getið um að gróðursett- ar hafi verið plöntur, en ekki tekið fram hve margar. Félögin á Norður- landi hafa lagt fram um 715 kr. til plöntukaupa og gróðursetningar. Aust- firðingafél. hafa unnið 30 dagsverk við skógrækt í Eiðahólma í Fljótsdalshér- aði o. s. frv. 10. Iþróttir. — Þessar iþróttategundir hafa verið æfðar í félögunum: Glímur, sund, hlaup, stökk, skiðaferðir, skautahlaup, knattspyrna, „Mín aðferð“ o. s. frv. I þremur félögunum norðanlands, hafa t. d. verið haldnar 40 glímuæfingar. . Þá hafa ýms félög kostað sundnáms- skeið og glímuskóla. I Reykjavík var . haldið íþróttanámsskeið eins og að undanförnu fyrir félögin í Sannlend- ingafjórðungi. íþróttamót var haldið í Reykjavík um vikutíma síðastliðið vor. Styrktu öll félögin i sambandinu það með 400 kr. framlagi. 1L- Yms störf, sjálfboðavinna o. fl.: Austfirðingafjórðungur: U. M. F. Þór á Eiðum lauk við að búa til íþróttavöll. Norðlendingafjórðungur: U. M. F. Geisli heyjaði 40 hesta. — „— Oxndæla jók heyforða sinn um 15 hesta. — „— Akureyrar endurbætti leikvöll, sem félagið á. Vestfirðingafjórðungur: U. M. F. Mýrarhrepps vann ÍO1/^ dags- verk við vegavinnu í hreppn- um, stundaði heimilisiðnaðo.fl. U. M. F. Vorblóm vann 22 dagsverk við vegavinnu. — „— Örn æfði söng og sjónleiki. Sunnlendingafjórðungur: U. M. F. Akraness stundaði garðyrkju og gekst fyrir stofnun ung- lingaskóla. — „— Baldur stundaði garðyrkju. — „— Biskupstungna sló tún fátæks einyrkja endurgjaldslaust. Fé- Iagið hafði handavinnusam- kepni. — „— Björn Hítdælakappi vann 30 dagsverk endurgjaldslaust við vegavinnu. —„— Dagrenning endurbætti sund- laug. — „— Drífandi hélt hlutaveltu til á- góða fyrir húsgerðarsjóð sinn. — „— Egill Skallagrímsson pældi móa, og undirbjó þá til gras- ræktar. — „— Gnúpverja hafði umsjón með lestrarfélagi hreppsins. — „— Haukur vann að heyskap end- urgjaldslaust hjá fátækri ekkju,. og endúrbætti hús félagsins. — „ — Hekla bygði sundlaug. — „— Reykjavíkur og U. M. F. Ið- unn unnu saman að skíða- brautargerð. — „— Reykdæla lagði 300 m. lar.g- an veg. — „— Samhygð vann að girðingu og garðrækt. — „— Skarphéðinn gróf skurð og. gerði við sundlaug. — „— Skeiðamanna bygði sundlaug- —„— Skjaldborg stofnaði lestrar- félag. — „— Stokkseyrar Iagði stund á heimilisiðnað og sá um söng- kenslu. Á Suðurlandi vantar skýrslu frá þess- um félögum: U. M. F. Baula, U. M. F.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.