Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 3
SKINFAXI.
107
Heima og erlendis.
Sjónleikir.
Veturinn fer í hönd. Þá fá ílestir nokkra
hvíld eftir eríiði sumarsins. Breytingagirn-
in færir frain nýjar kröfur. Menn vilja
tilbreytni, gleði, andlega og likamlega
hressingu. Fáist hún ekki, flýr það sem
flúið getur úr fámenninu í sveitunum í
sjóþorpin, helst þangað sem bæði eru kvik-
myndir og „skröll“. En straumurinn breyt-
ist ekki þó að einhverir áhorfendur ypti
öxlum. Það niá veita straumum i nýja
farvegi en ekki þvergirða fyrir þá. Skemt-
anir viija menn hafa. En í stað illra og
auðvirðilegra skemtana, sem nú eru vin-
sælar um of, eiga að geta komið góðar
og göfgandi skemtanir, því að þær eru
margar til. Áður hefir verið bent á sjón-
leiki, sem viðreisnarmeðal í fámenninu.
■Síðan þá hefi eg sannspurt að ýms ung-
mennafélög hafa leikið smáleiki og gefist
vel. Ennfremur hafa skemtifélög i sveit-
unum hér og þar á landinu leikið við og
við. Og alstaðar er sama sagan sögð.
Leikritið var að vísu lítilfjörlegt, en þó
höfðu menn gaman af því, flyktust þangað
svo að húsfyllir varð. Þetta sýnir að sjón-
leikir eru vinsælir, hér sem annarstaðar.
Ungmennafélögin gætu grætt á sjónleikj-
um eins og þau nú græða á hlutaveltum
heyskap o. s. frv. En með því væri of
lágt stefnt, þó að það sé gott með.
Félögin ættu að gera þrent í einu með því
að sýna tvo—þrjá sjónleiki á ári í hverri
sveit. 1. Kynna öllum almenningi góð leik-
rit innlend og útlend og hafa með því
mentandi áhrif. 2. Auka gleði manna með
leiksýningunum og vinna móti burtflutn-
ingi manna úr sveitunum. 3. Afla félög-
unum fjár til annara gagnlegra hluta, svo
sem til að koma upp fundahúsum, bóka-
söfnum o. s. frv. En eftir einu þarf vel
að muna. Leikritin verða skilyrðislavst
að vera góð, aldrei lélegt rusl. Það er
misskilningur að skynsömu alþýðufólki sé
ofvaxið að sýna Fjalla-Eyvind, Galdra-Loft,
Afturgöngurnar eða Macbeth. Slíkar sýn-
ingar má ekki fremur bera saman við sjón-
leiki í Rvík, heldur en sjönleiki í Rvík við
leiklist í París. Alt slíkt á að miða við
skilyrðin, við umhverfið. Leiksýningar í
sveitum ætlu að vera einfaldar. Leikend-
urnir fólk sem talar eðlilega saman, en
enga tilraun að gera með breytilega bún-
inga og leiktjöld, því að þar með væri
lilraunin dauðadæmd.
Þegrnskylduviniiaii.
Nú er það mál að komast á rekspölinn
og má óbeinlínis þakka það áhrifum styrj-
aldarinnar. Mörgum manni varð svo á-
takanlega ljóst, hve miklu menn í ófriðar-
löndunum fórna nú fyrir löndin, og hve
lítið við gefum, en hins vegar landið alt í
kaldakoli eða þá nýbyrjaðri viðreisn og
þörf mikillar vinnu. Greinar Sigurðar Guð-
mundssonar meistara í þessu blaði hafa
vakið marga til að athuga málið á ný.
Stefna okkar ungmennafélaga er auðsæ.
Við höfum mest ollra llokka og félags-
heilda í landinu tekið þegnskylduvinnuna
á dagskrá okkar, enda er hugmyndin í fullu
samræmi við þá hugsun, sem er kjarninn
í félagsskap okkar, að við viljum fúslega
bera þungar byrðar til að reisa við niður-
nídda kotið. Mjög margir ungmennafélag-
ar fá nú atkvæðisrétt og neyta hans í fyrsta
sinni þegar atkvæðagreiðslan fer fram um
þegnskylduvinnuna nú á næsta ári. Slíkt
mál þarf mikinn undirbúning; menn þurfa
að venjast hugmyndinni og hún þarf að
sigra með góðu. Frá sjónarmiði okkar,
sem viljum að þegnskylduvinnan verði
haldgóð og blessunarrík hreyfing, er æski-
legast að hún sigri hægt og með góðum
undirbúningi. Áður en hún kemst á um
land all, þarf að vera búið að feta sig á-
fram með tilraunum um fyrirkomulagið og
ala upp verkstjóra. Vinnuvísindin þurfa
að hafa náð tökum á þjóðinni og vera