Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 13
SKINFAXI 117 vermireiti, sáningu, hreinsun og vökvun garSa o. s. frv. Síðari kaflinn er um ])ær ýmsu tegundir grænmetis, sem höf. telur að rækta megi hér á landi. Bókin er að efni og frágangi hin eigulegasta og mun vafalaust gera verulegt gagn, jafnvel þó vor- og sumarfrostin séu garðræktinni til meiri hindrunar í mörgum héruðum lands- ins, heldur en búfræðingunum er Ijúft að viðurkenna. Jón H. Þorbergsson: Kyn- bœtur sauðfjár. Rvik. 1915. Verð 1,25. Jón H. Þorbergsson er vafalaust lærð- asti fjármaður á landinu eins og komist var að orði í einhverju blaði nýlega. Hann heíir verið fjármaður frá blautu barnsbeini innan lands og utan. Hann heíir árum saman ferðast um hér á landi, kynt sér sauðfjárræktina og gefið bændum leiðbein- ingar. Hann hefir þess vegna betri að- stöðu en nokkur annar fjárræktarmaður til að tala af reynslu um alt, sem lýtur að íslenskri fjármensku. Bók þessi er mjög fjölbreytt að efni, og má þar fá mik- inn fróðleik um margt, sem öllum áhuga- sömum bændum kemur við. Sérstaklega munu allir framfaravinir vera höfundi þakk- látir fyrir tillögur hans um innflutning sauðfjár, og útflutning á kœldu kjöti. Þó að þessi mál snerti ekki beinlínis að- alefni bókarinnar, eru þau þó afarþýðing- armikil. Lárus H. Bjarnarson: Laga- lirein&un. Rvík. 1915. Dálítil ritgerð um lagasmíði Islendinga hin síðari ár. Vítir höf. þar fyrst og fremst að allmikið af gildandi lögum Islendinga sé á útlendu máli, og þá ekki síður hitt, að sífelt er verið að breyta og bækla lögin, þannig að ekki minna en 6—10 lagabútar séu til um sama efni. Höf. vill að reynt væri að vanda betur til laganna, og steypa heildir úr hinum sundurlausu brotum. Bend- ir hann á, að lögfræðisdeild Háskólans væri vel fallin til að búa þá samsteypu í hend- ur þingsins. Alt mun þetta rétt og vel athugað en á eitt má benda höf„ sem ekki kemur nægilega skýrt frarn i riti hans. Glundroðinn í störfum þingsins er í ná- kvæmu og eðlilegu samræmi við hið póli- tíska skipulagsleysi i landinu. Meðan markalinur flokkanna, og skipulag, er á slíkri ringulreið, sem nú hefir verið, þá er óhjákvæmilegt að mildð af þingstarfinu verði óskapnaður. Breytum fyrst hugum mannanna, þá breytast verk þeirra um leið. Til að geta fengið lagahreinsun þarf þinghreinsuu, og til að geta fengið betra þing, þarf þjóðin að verða siðbetri. Þar er þyngsta þrautin. Eggerl Briem frá Viðey: Um Harald liárfagra. Rvík lal5. Þetta er merkileg bók. Höf. hefir tekið fyrir til rannsóknar eitt hið mesta þrætu- epli í sögu Norðurlanda, hinn svonefnda Haraldsrétt. Málið hefir óbeinlínis mikla sögulega þýðingu fyrir Islendinga, því inn- anlandsstjórn Haraldar hárfagra flýlti fyr- ir landnámi á Islandi, og sérstakar að- gerðir hans urðu þess valdandi, að allmik- ill hluti af harðgerðasta fólkinu flutti til Islands. Höf. rannsakar viðskifti konungs og þegna að því leyti sem snertir eignar- nám jarða og skattanýungar. Heimildir um þetta mál eru nær ein- göngu í íslenskum fornritum,einkumHeims- kringlu. Og þeim kemur saman um, að um leið og Haraldur vann landið og fékk stjórnmálavaldið í sínar hendur, þá hafi hann líka slegið eign sinni á allar jarð- eignir í landinu, og hver hóndi orðið leigu- liði hans. Þetta hafi kjarkmestu stórbænd- urnir ekki þolað og því flúið land. Asið- ari tímum hafa norskir og íslenskir sagn- fræðingar véfengt heimildirnar, og gert lítið úr gildi þeirra. Konungur hafi lagt skatt á bændur. Þeir hafi verið þvi óvanir og haldið, að skatturinn væri landskuld, og þeir þar með sviftir eignarrétti á óðalsbýl-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.