Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 2
18 SKINFAXl sér, ekki síst þar sem enginn er til vitn- is. Þá kemur fram hinn vtri maður. Ferðamaður, sem fer vel með hestinn sinn, gengur upp brekkuna i stað þess að hanga á hestbaki, og lokar hliðum á girðingum, þótt fjarri sé mannabygðum, muh líka bera betur hinar erfiðari byrðar, heldur en hinn hirðulausi sjálfbyrgingur, sem i hverju smáatviki lætur sinn eiginn stundarhagn- að sitja i fyrirrúmi. Slikur maður mun víðast reynast ótryggur, ekki síst þar sem mikid reynir á, enda hefir þessa kent all- mjög á opinberu lífi íslendinga hin síðari ár. Þar er margur glugginn brotinn eftir steinkast götudrengja, sem komnir eru á fullorðinsár. I ræðu þeirri, sem tekin var upp í síðasta blaði, var bent á þennan sannleika, að öll veraldarinnar gæði: Gáf- ur, þekking, vald og auður eru fánýtt glingur, nema manngildi fylgi. Dæmin sem nefnd eru hér að framan, benda ekki i þá átt, að við stöndum sérlega vel að vígi í þessu efni, og áreiðanlega hefir þjóð- inni farið mun meira fram að efnum og ýmiskonar þekkingu á síðari árum, held- ur en siðgæði. Hér er því verkefni fyrir ceskuna, hið erfiðasta og göfug- asta. Þar getur hver unnið fyrir sig, um- brotalaust og óátalinn af öðrum, að sínu eigin uppeldi. Þar er fyrst að varast iordæmi götustráksins, sem leikur sér að því að eyðileggja eitthvert verðmæti í skjóli myrkurs eða strjálbygðar. En þetta er ekki nóg. Hvarvetna liggja steinar i göt- unni, og þeim þarf að ryðja í burtu. Hvar- vetna eru á veginum varnarlausir vesaling- ar, sem eitt hlýlegt orð eða vingjarnleg bending getur bjargað frá glötun. Á hverj- um slíkum stað er tækifæri fyrir góða drengi til að auðga landið sitt með þeim auðœfum, sem það þarfnast mest. Ungmennaskólinn á Eiðsvelli. Einstaka ungir menn hafa spurt mig: munnlega og skriflega, hvaða ungmenna- skóla ég vildi ráða þeim til að dvelja á, af þeim, sem ég kyntist erlendis. Gefur þetta tilefni til eftirfarandi lína. Veturinn 1912 dvaldi ég á lýðháskóla á Eiðsvelli í Noregi, frá því að skólinn var settur í byrjun októbermánaðar til jóla. Síðari hluta vetrarins dvaldi ég á sams- konar skólum i Svíþjóð og Danmörku. Við samanburð duldist mér það eigi, að skólinn á Eiðsvelli er sá þeirra, sem að' minni hyggju er fullkomnastur. Hanm mun og vera best fallinn til þess að veita islenskum ungmennum, er utan fara í! þeim erindum að dvelja á lýðháskólum, útsýn yfir lífið. Ber þar margt til, og skal nú benda á sumt af því. Skólanum er stjórnað af manni sem notið hefir mikillar mentunar, hæfi- leikamanni, sem fundið hefir köllun sína á þessu sviði. Hver sem kynnist Jóni' Sörensen skólastjóra á Eiðsvelli hlýtur að’ finna það, að hann stendur andspænÍ3- manni með stóru hjarta og heitu blóði. Arnarvængir óhugans og hugsjónanna hafa svifið yfir sál hans. Hann hefir ekki heldur „bundið við þá blý“, en hlýtt kölluninni og gengið með alúð og kærleika að verki. Sama er að segja um konu hans. Skól-- inn allur, húsið og starfið er skilgetið af- kvæmi stórhuga sálna, sem eigi 'hafa gert stundarhagsmunina að guði sinum, eða'- asklok að himni. Skólinn er ungur. Samt hefir hann> unnið sér mikinn og góðan orðstir um allan- Noreg. — Yfir samskonar skólum í hinum löndunum virtist mér hvíla einhver þyngsla- blær. Mér fanst þeir lifa mest á bergmáli- frá fyrri árum. Erfiðleikar fyrstu áranna) eru yfirstignir. Enginn andróður eða bar- átta til þess að halda hugum kennaranna heitum og knýja þá til þess að leggja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.