Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 9
SKfNFAXI 25 til raunar, miklu ver fariS. Þó hafði þetta félag viðlíka marga félaga og áður. En munurinn var einkum sá, hvað margir létu sig nú félagið litlu skifta. 1 stað þess að áður gekk ungmennafélagið fyrir flestu öðru þá varð nú flest annað að ganga fyrir því. Þetta hlaut að hafa komið af því að þarna höfðu nokkrir af hinum upp- haflegu félagsmönnum orðið að hverfa frá og hinir, sem eftir urðu í félaginu höfðu ekki nægan dugnað til að hafa jafn góð áhrif á þá sem síðar komu. Annað félag hafði aftur á móti komist ó þann góða rekspöl, að ná í hvern þann ungling, sern hjá því ólst upp. Og þar fanst mér líka að mun gæta þeirra kosta, sem eg held að þessu fylgi. Nokkrir vilja helst ætlast til þess, að hin- ir eldri félagar geti einnig haldið áfram að starfa í félögunum á sama hátt. En þetta er ósanngjörn krafa eins og eg hefi áður reynt að sýna fram á. Þeir hljóta ástæðanna vegna að hætta, að meira eða minna leyti, við starfsemina innan félaganna sjálfra, auk þess sem lög ungmennafélaganna fremur veita þeim mönnum undanþágu. Þeirra verksvið verð- ur því miklu heldur i því talið að lifa og starfa samkvæmt anda ungmennafélaganna út á við og að verða aðstoðar og styrktar- menn þeirra. Og komið gæti líka til greina, að félögin hefðu sérstakar deildir fyrir þessa eldri menn sína, sem verða mundu á þann hótt félögunum til miklu meiri stuðnings, á svipaðan hátt og eldri aðstoðarmenn eru i kristilegu félagi ungra manna. Um það væri vert að geta nánar við betra tækifæri. Niðurstaða þessa máls verður þá sú, samkvæmt því sem hér hefir verið haldið ram: Að til þess afla ungmennafélögun- um meira fylgis, fleiri félagsmanna, og til þess, þegar timar liða, að afla þeim nýtari og betri félagsmanna eiga ungmenna- félögin að leggja alt kapp á það, að nó unglingunum í félögin svo snemma sem hægt er og gera alt, sem þeim er auðið til þess að „ala þá uppu eftir því göf- ugasta og besta í tilgangi félagsskap- arins. Með þessu lagi mundi ungmenna- félögunum bætast margir nýtir og trúir verkamenn. Þá er enn eftir að athuga hvernig ætti að ná unglingunum í félögin. Til þess geta orðið ýmsar °leiðir eftir því, sem hverjum kann að sýnast heppi- legast og auk þess verður að gera nokk- urn mun á fyrirkomulaginu í sveitum og kaupstöðum. í kaupstöðum, einkum hinum stærri, er nauðsynlegt að gera eitthvað sérstakt fyrir unglingana vegna þess, að þar er svo fjölda margt, sem glepur fyrir og dregur þá til sín. Þar verður þvi nauðynlegt að hafa deildir eða flokka fyrir þá sem yngri eru, þar sem sérstaklega sé starfað þeim til uppbyggingar, auk þess sem slikar yngri deildir hljóta einnig að hafa frjáisan aðgang að aðalfélögunum sjálfum. Nú er verið að koma þannig lagaðri deild á lagg- irnar í U. M. F. R. og hefir þess lengi verið þörf. Getur þá reynslan sýnt hvernig henni reiðir af. í sveitafélögunum þarf lika að finna ráð og skal ég stuttlega benda á þau sem mér sýnist líklegust til bóta: Eg veit tit að sum þeirra hafa að nokkru leyti verið tvískift að minsta kosti hvað tillagið snertir: unglingar og stundum stúlkur lika, hafa greitt lægra tillag. En hærra gjald hafa fullorðnir menn greitt, sem meiri hafa pen- ingaráð. Þetta er gott, en þó er það ekki aðallega gjaldsins vegna sem að þessi skifting ætti að vera, heldur vegna þess að ekki verða gerðar sömu kröfur til félagsstarfsemi hjá börnum eða unglingum og til þess fólks sem fullorðið er. Aldurstakmarkið mætti þá víðast hvar l&kka jafnvel niður í 10—12 ár, (Til eru félög sem hafa enn lægra aldurstakmark en flest mikið hærra). En auk þess ætti

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.