Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 6
22 SKINFAXI garð svo sem viða er um jafnaðarstefnuna og hinn svonefnda Georgisma. Forgöngu- mönnum Réttar mun hafa verið ljós þessi aðstaða, og þeir ekki hræddir við hana. Reynslan sýnir að i félagsmálum er erfitt að finna allsherjarlæknislyf, sem á við allar meinsendir, undir öllum kringum- stæðum. Þvert á móti verður sú raunin á, að framfaramennirnir hafa holl ráð, hvaðan sem koma, og svo mun hér verða. Framfarir okkar munu ekki verða bundn- ar við neitt eitt fræðikerfi, heldur hitt að þær flýti fyrir viðreisn þjóðarinnar. Þing og stjórn eru farin að nota úrræði jafnaðar- manna (skipaeign, landsjóðsverslun), og Georgisma (verðhækkunarskattur síðasta þings o. fl.). Og fyrst að svo er komið, þá getur varla verið nein goðgá að fræða íslenska kjósendur um leiðcirljós þing- mannanna í vandasömustu málunum. En þó að gert sé ráð fyrir, að gagn verði að Rétti, þá mun tæplega hugsað hærra með tekjurnar, en að borga pappír og prentun ; ritgerðir um félagsmál ná sjaldan almennum vinsældum, og svo mun enú verða. Dálítill misskilningur er það, sem bólað hefir á hjá sumUm, er lesið hafa ílétt, að ungmennafélögin væru á nokkurn hátt við ritið riðin. Stafar það líklega af þvi, að sumir styrktarmenn þess hér á Suðurlandi eru í sambandsfélaginu. En engum mun annara um en þeim, að ung- mennafélögin haldist algerlega utan við landsmálastormana, og að þau verði eins og hingað til vígi æskumannanna en ekki hinna fullorðnu. íþréttaskóli Frakka. Margt gott fellur í valinn fyrir eldi og voptium og eitt af þvi er íþróttaskólinn i Reims. Þar hefir nú geisað stórskotahríð i meira en ár og mun nú varla standa steinn yfir steini af einni hinni merkileg- ustu stofnun, sem til var í veröldinni. Frakkar tóku þátt i Olympiuleikjunum í Stokkhólmi, en þóttust fara litla frægðar- för, enda voru þeir lítt við búnir. Varð' þetta atvik til þess, að vekja þjóðarmetnað þeirra í íþróttamálinu, og gerðu þeir marg- ar ráðstafanir til að gerbreyta hinu líkam- lega uppeldi þjóðarinnar. Merkilegust þeirra aðgerða var stofnum íþróttaskólans í Reims. Það var nokkurskonar Aþena á 20. öldinni. Þar voru hentugir leikvellir og leiktæki til að nema og iðka allar þær íþróttir, sem hægt var að stunda í landinu. Þá voru til fengnir hinir bestu kennarar og íþróttafræðingar Frakklands, og í engu til sparað. Hafði skóli þessi starfað nokk- uð áður en styrjöldin braust út, og gefist ágætlega. Þráðurinn slitnar að vísu. með- an ófriðurinn stendur, en Frakkar munu vafalaust taka þar aftur til óspiltra mála að fengnum sigri. Síðar mun vikið aftur að þessu máli hér í blaðinu og bent ár hversu við ungmennafélagar getum fylgt góðu fordæmi í þessu efni — án þess að> kollsigla smáþjóðarfleytunni. Úti-íþróttir, Eftir Bennó. IV. Frá Englendingum er knattspyrnan kom- in hér að landi. Er þessi leikur einn af þjóðar-íþróttum þeirra. Hafa þeir iðkað knattspyrnu í margar aldir, og eru ennþá bestir í henni; fjölgar þó keppinautum þeirra daglega, að kalla má, og nú erum við að bætast við hópinn. Og spá mín er sú, að- við verðum þeim skeinuhættir, áður en líkur, ef við höldum eins drengilega áfram, og byrjað var. — Enskur kaupsýslumaður, sem var á ferð hér í Reykjavík, og dvaldi hér um nokkurt skeið, kendi öllum knattspyrnu, sem vildtr ómaka sig suður á „Melana“ við Reykja- vík, en fásótt var oftast. Og þegar hann> svo fór héðan, má svo segja að leikurintí

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.