Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 10
26 SKINFAXI. pað að vera heimilt og a^gild regla i öll- um ungmennafélögum til sveita að allir unglingar, sem orðnir eru nægilega stálp- aðir væru hafðir með alstaðar sem þeir gætu haft gagn eða yndi af og hægt er að koma því við t. d. smá ferðal.ögum að sumrinu, (berjaferðum, kynnisferðum, fjallferðum o. fl.) öllum útileikjum og inni leikjum, ef hægt er, íþróttamótum og öðru þess háttar. Gæti það tekist að miklu fleiri unglingar kæmu í félögin en áður hefir verið, mundi þau með mörgum góðum félögum, sem nú eru fyrir, eigast fleiri, staðbetri og nýtari félagsmenn. Og þá munu ungmennafélögin um leið geta uppfylt þá réttmætu kröfu, sem til þeirra (hlýtur að vera gerð, eigi þau að hafa tilverurétt, að félagar þeirra taki öðrum rnönnum fram, séu menn að nýt- .ari og menn að betri. Guðm. Jónsson frá Mosdal. Lagasetningar. Það mun vera fágætt, að nokkur félags- skapur komist hjá því að eiga í einhverju striði um þau lög eða reglur, sem hann setur sér eða meðlimum sínum. Ymist kemur það í ljós, að eitt eða annað á- kvæði þykir vanta, eða þá hitt, að laga- ákvæðin standa í vegi fyrir því, sem gera þarf og vilji er fyrir. Afleiðingin er sí- feldar breytingar á lögunum, svo að lok- um hafa fáir á meðvitundinni, hvað eru gildandi ákvæði, og hver burtnumin. óþörf Þetta er nú sök sér, en hitt er ákvæði. er lakara, að lög eða reglugerðir allflestra félaga og félagssambanda eru full af ákvæðum, sem enginn tekur eftir, fyrr «n svo kann til að vilja, að eitthvert þeirra stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fram- kvæmdum. Lagasmiðunum þykir nauð- synlegt að reka saman langar greinar um tilgang félagsins og hvernig það ætti að ná honum, og skiftir öllu niður í töluliði og stafliði, svo að hverju sé að ganga á sínum stað. En væri svo farið að spyrja einhvern forsprakkann, hvert sé aðalstefnu- mark félagsins, myndi honum oft vefjast tunga um tönn; öll aukaatriðin undir tölu- liðum og stafliðum þvældust fyrir honum, og reynast ekki annað en innantóm orð, þegar á skyldi þreifa. Verri en Annar flokkur lagaákvæða er óþörf. það, sem myndi fæla allan þorra manna frá að ganga í félög, ef þeim dylti í hug, að þeim yrði framfylgt eftir bók- stafnum. En þá eru þau verri en óþörf, ef þau veikja virðingu manna fyrir lögun- um i heild sinni. Eins og með nokkrum rökum má halda Lag'asetningr halda því fram, að okkur Is- aö fornu og lendingum hafi farið aftur frá nýjn- því á söguöldinni í lagasetningu fyrir þjóðfélagið, þegar miðað er við aldar- hátt þessara tímabila beggja, þá er það og skoðun mín, að lög þau og reglur, er ýms nýrri félög og félagssambönd hafa sett sér, standi að mörgu leyti að baki þeim félagslögum, sem við höfum kynni af hjá eldri kynslóðum, þá ekki sé leitað aftur í fornöld. — Skal eg þar taka til dæmis félagsskap stúdenla á dögum Egg- erts Ólafssonar og aftur á tíð Fjölnis- manna. Eggert Ólafsson mun hafa verið forkólf- Sakir“ — ur félags þess, sem þá var einskonar meðal stúdenta og nefndist fóstbræðra- „Sakir“. Lögin hafa verið all- lag. ströng, og svo inntökuskilyrði, en það miðaði alt að því, að menn gengju ekki í þennan félagsskap af fordild einni, eða í hugsunarleysi. Þeir höfðu tvö félags- teikn. Var annað almenn eign félagsins og á það grafið orðtak þess, en liitt var mynd er skyldi lákna ísland, ogfékkhver dyggur félagsmaður hana sem minnisgrip að skilnaði, með áletruðu nafni sínu og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.