Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 8
24 SKINFAXI einhver þátttakandanna, hafa beitt ykkur rangindum, þá er að kæra þaðeftirá; en ekki meðan á leiknum stendur. Þetta gildir svo um allar íþróttir. (Sjá leikreglur I. S. I.) Annars er best að ofstopamenn og þeir sem baldnir eru viðureignar, væru aldrei þátttakendur á kappmótum, því að þeim mönnum er enginn sómi í leiknum, þó þeir séu annars mjög duglegir. Þeir fæla frá — þessa fáu áhorfendur sem leikmótin sækja. Æfið ykkir alltaf undir handleiðslu dóm- arans, og venjið ykkur á að hlita og hlýða úrskurðum hans i hvivetna. Vitið að það er erfitt að vera knattsp.dómari, og gjörið það ekki erfiðara, með hrópum og köllum, um laga og leikreglubrot, á meðan á leikn- um stendur. Slikt skaðar leikinn — eins og áður er sagt — og er til lítilla bóta, þó til sé ætlast. Það má engum líðast að stofna ílukk sínum í voða, með ærslun og ólátum; getur þá svo farið að þeim hinum sama verði „vísað úr leik“ og er það stór hnekkir — ekki síst fyrir fé- laga hans, sem illa hafa mátt af honum sjá. Hafið því vel hugfast, að það er dómari leiksins, sem valdið heíir — á meðan á leiknum stendur, og þar næst er það verk flokksforingans, að sjá um, að hver maður í flokknum hegði sér sómasamlega, og komi ekki í bága við leikreglurnar. Athugið þetta vel og munið að í öllu, sem lýturað góðri reglu gildir máltækið: „Á skal að ósi stemma0. Hugleiðingar um ungmennafélagsmál. (Niðurl.) Við það að ferðast í sumar um svæðí nokkurra ungmennafélaga, sem eg þekti áður, sannfærðist eg enn betur um það að í þessu efni, eins og fleiru, getur fé- lögunum víða verið ábótavant. Auk þess, sem eg hefi hér fyrir mér ábyggilegar sögu- sagnir annarsstaðar að. Eg sá þar líka enn glöggar mismuninn, sem á því er fyrir félögin, að hafa náð tökum á unglingunum strax í æsku, og a, hafa ekkert til þess gert. I félagi sem eg þekti fyrir fjórum árum, og var þá allvel á vegi statt, fanst mér ENSKUBÁLKUR. Úr Manfred. Þú andi, þú vofa, sem enn hefir sveim hjá leifum, er sofa i látinna heim, tak nú þinn læðing, er liggur í grund og barstu frá fæðing að fjörlausnarstund! Rís upp úr fold. Ver sem þú vart á vöxt, svip og hold, og ber það þú barst! vér lögðum þig ná og nöðrunum frá nú köllum þig á! M. J. Shadow! or Spirit! Whatever thou art, Which doth inherit The whole or a part Of the form of thy birth Of the mould of thy clay Which return’d to the earth Re-appear to the day; Bear what thou borest The heart and the form And the aspect thou worest Redeem from the worm Appear! — Appear! — Appear Lord Byron.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.