Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 11
SKINFAXI 27 innsigli félagsins. Félag þetta hefir verið einskonar fóstbræðralag, eins og félags- skapur sá, sem víða tíðkaðist á miðöldun- um og nefndist „gildi“. — Á það benda inngönguskilyrðin, og eins refsingarákvæð- in, sem gengu svo langt, að heita mátti útskúfun frá öllu samneyti við félagsmenn, ef um þau afbrot var að ræða, sem meiddu virðingu félagsins, eða Hafnar-Islendinga i heild sinni. Á hinli bóginn skuldbatt félagið sig til þess, að veita félagsmönnum og svo hverjum öðrum landa, fulltingi sitt að réttu máli, ef honum var hneisa ger, eða óréttur. Það bendir alt til þess, að lögin hafi verið sniðin á þann hátt, að í félagið veld- ist ekki aðrir en þeir, sem gerðu það af einlægni og heilum hug, og gleymdu ekki félagsskapnum strax og gengið var af fundi eða móti, enda skyldi þeir vinna eið að lögunum. Má búast við að félagsmenn hafi ef til vill orðið færri en ella af þess- um sökum — en þeim mun meira lið hefir verið í þeim. Við stefnuskrá Fjölnismanna eldri (þrí- Eiðstafur menninganna) er það sérkenni- Fjölnis- legt, að þeir hafa enga skuld- inanna. bindmg, og marka stefnu sína aðeins með þrem stuttum greinum: 1. Islendingar viljum vér allir vera. 2. Vér viljum vernda mál vort og þjóð- erni. 3. Vér viljum hafa alþing á Þingvelli. Ég tók þetta hér upp af því það er svo stutt og gagnort, og gæti að því leyti ver- Íð fyrirmýnd fyrir „eiðstaf" hvaða félags sem væri. Annað einkennilegt við þessa stefnuskrá þeirra er það, að þeir taka aðeins fram hvað þeir vilji, en ekkert um hvernig þeir skuli vinna að því. Þeir höfðu því óbundn- ar hendur. — Þeir kalla aðeins til tilfinn- ingcmna en ekki til skyldunnar, en finna, að þá muni hún ekki eftir liggja. Ég hefi kynt mér og hatt spurn af lög- Nútíðin. — um, er ýms félög ogfélagasam- Helstu bönd hafa sett sér nú hin grallax-nir. seinni ár, 0g komist að þeirri niðurstöðu, að það sem yfirleitt megi að þeim finna, þó um undantekningar sé að ræða, sé það sem nú skal greina: 1. Að þau séu of margbrotin. Sérstak- lega á það illa heima i þeim grein- um, sem marka stefnu félagsins og verksvið, því þær eiga að standa mönnum ljóst fyrir hugskotssjónum, og vera einskonar „trúarjátning“ þeirra. 2. Að þau tala meira til skyldunnar en tilfinningalífsins. Bæði eftir anda sínum og bókstaf segja þau oft við félagsmanninn : „þú skalt" eða, „þú skalt ekki“, þar sem betur ætti við að þau hvetti hans innri mann til að segja: „eg vil“ eða, ég vil ekki“ og hann starfaði svo eftir því. Þetta ber þó ekki svo að skilja, að ég álíti að komist verði hjá að hafa skyldu- ákvæði, t. d. um að taka kosningum etc. En afleiðingin af anda laganna í þessu efni er sú, að óhjákvæmilegt þykir, að hafa samsvarandi refsingar ákvæði — sem svo er aldrei beitt I1) 3. Að þau hafa ekki nógu ströng inn- gönguskilyrði. Það mun víðast venj- an, að veita hverjum aðgöngu seni að „dyrum ber“, ef hann uppfyllir viss skilyrði um aldur, búsetu á fé- 1) Til þess að gera miinnum ljósara fyrir, skal það tekið frum, að hér er meðal annars beinst að tilhneigingu ýmsra féluga og sambanda lil að setja ýmiskonar bindindisókvœði í lög sin. Slíkt getur verið Iofsvert i sjólfu sér, en sé fé- lagið ekki stofnað í þeim tilgungi er ekki rétt að hafa þau ókvæði, sem geta útilokað góða starfskrafta, og svo slendur félögunum nær aít rœkta þannig hug meðlima sinna, að þeir segi og sýni: „Ég vil ekki gera annað en það sem sæmilegt er“. En bindindisheit, sein er eins og aukaatriði í félugsskap og lílið eftirlit er með, er síður en svo til að rækta hugi manna, eða styrkja félagsheildina.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.