Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 14
30 SKINFAXI þjóð og landi. Og hann Loftur gamli karL inn, hefir leikið við okkur, dansað alveg eftir okkar geðþótta, og aldrei ýglt brún. Og þess vegna hefir okkur liðið vel fjár- hagslega. Þess vegna höfum við auðgast um tvær miljónir króna. Andlega höfum við líka auðgast, en sá auður verður ekki í krónum talinn. And- legi gróðurinn lýsir sér fyrst og fremst í því sem prentað er. Dagblöðin eru hætt að bítast eins og hundar um pappírslög ein, en farin að beitast meir fyrir veruleik- anum. Andans mennirnir, skáldin, senda hugsanir sínar út meðal manna, auðugar af góðum fræum, sem spíra í heilum þeirra, sem þeim er sáð í. Á öllum skólum er í fleira lagi af nemendum, og bendir þetta alt á andlegt góðæri. Það má því með sanni segja, að árið 1915 hafi verið gott fyrir okkur Islendinga. Og eins og það var gott hér á Islandi, svo var það og alstaðar annarstaðar í heiminum. Aldrei nokkurn tíma hefir kornuppsker- an hér á norðanverðri háltkúlu jarðarinn- ar orðið eins rnikil og nú í ár, og má því til sönnunar geta þess, að hveitiupp- skeran varð . . . 18°/0 meiri en ifyrra rúguppskeran . . . 10°/0 — - - — bygguppskeran . . 13°/0 — - - — hafrauppskeran . . 151/2°/0 - - - — og maísuppskeran . 10°/o — - - — Á hinn bóginn hefir verð á öllum bú- fjárafurðum verið um 50°/o hærra en nokk- urn tíma áður og því hefir búfénu i heim- innm fækkað, og i sumum löndum, t. d. Frakklandi er fækkunin mjög mikil, eða 17°/0 hvað sauðféð snertir og enn meiri af hestum og kúm. Árið hefir því í raun réttri verið ágcet- isár, og þó — þó hefir það verið sorg- legasta árið, sem mannkynið hefir lifað nú lengi, ef það þá nokkurn tíma hefir kom- ið sorglegra ár fyrir í sögu mannkynsins en einmitt árið 1915. Aldrei hefir sést betur, hve trúin er mikið utan á þjóðun- um og hve lítið hún nær inn í hugann, hve siðmenningin er lítil, og hve guðseðl- ið er enn fjarri öllum þorra manna. Aldrei hafa hryðjuverkin í heiminum orðið meiri, aldrei hafa fleiri þurft að sjá á bak ást- vinum sínum á einu ári, en árinu 1915. Söknuður og sorg hafa aldrei ríkt í fleiri hjörtum á gamlársdag en nú, 1915. Og ættum við að segja eitthvað sem einkendi árið — þá er 1915 saknaðar, sorgar og hryðjuverka ár, en þó hið mesta góðæri sem komið hefir í manna minnum. Og nú slær þá klukkan 12. Árið er þá liðið og 1916 komið. Jörðin er þá aftur byrjuð á nýrri hringferð um sólina, og fyrsta snúningnum um sjálfa sig. Skyldi nú 1916 verða annað eins góðæri og 1915? Eða skyldi það verða eins og 1914? Skyldu sýslurnar tvær, sem við erum kunn- ugastir í, aftur eiga að missa 4000 ær og 14000 lömb af fóðurskorti eins og vorið 1614? Eða skyldi fénu nú fjölga, og fjár- talan verða eins og 1913? Enginn veit það. En menn mega alt af vona. En enginn þarf að halda að allar vonir ræt- ist. Og þó menn voni gððs, þá mega menn ekki gleyma því, að árið getur orð- ið eins og 1914 eða verra. Því er best að búa sig þeim vopnum, sem bíta undir öllum kringumstæðum. Þá getum við ókvíðnir mætt næsta ári hvað fjárhaginn snertir. En góður fjárhagur er engurn manni nógur. Axlar-Björn hafði hann og sá þó ekki sólina. Brynjum oss þá lika með þeim andans vopnum, undir árið 1916, sem bíta á myrkranna her. Brýnum þau á hverjum degi alt árið svo við með þeim geutm höggvið fjötra myrk- urs og ófrelsis af oss og okkar. Þa njót- um við sólarinnar. Þá skín sól réttar og réttteetis á okkur. Þá gerum við okkar til faðull komnast og framast, okkar til að verða nýtari menn, og okkar til að skapa í okkur guðseðlið. Nýja árið er komið, og þá er vani að segja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.