Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 13
SKINFAX1 29 Nærri má geta hvílikan skaða menn gera sjálfum sér og niðjum sinum með þvi- likum skemdarverkum og fara menn von- andi að sjá það, þó heldur sé orðið um •seinan. Hrisrifið er skýr vottur um skammsýnan og spiltan hugsunarhátt og oftast um hreinan og beinan amlóðaskap, því víðast er hægðarleikur að afla eldiviðar án þess að rífa hrís. Það er því ekki ósanngjarnt að ætlast til að hrisrif leggist algjörlega niður og mun það leiða af sér mikið gott, þó nú þegar sé mikið aðgjört. Þá er og dapurt að sjá, hversu margir stórspilla engjum sínurn með torfristu. Að visu gróa þau flög með tímanum, að minsta kosti sumstaðar, en tugum ára saman verða þau ekki að gagni aftur. Hjá þessu er raunar ekki gott að komast, en mikið drægi úr torfristunni, ef heyhlöður yrðu alment notaðar í stað tótta. Hér finst mér vera rannsóknarefni fyrir búfræð- inga, hvort ekki megi takast að græða flögin á stuttum tíma, eða að minsta kosti flýta nokkuð græðslu þeirra. Víða eru orðin stór svæði, sem búið er að taka mó upp úr. Þau gróa að sönnu með tímanum, en verða þó jafnan útlitsljótari og gróðurminni, en aftur á móti er það land oft vel fallið til ræktunar, einkum þar sem þurt er. Þar sem er þannig land á stóru svæði (hálfgróið) ætti bóndinn að koma með hestana, plóginn og herfið. Það er og verður jafnan nýtasta starfið hjá þjóðunum að hlynna að gróðri og ræktum landsins sins. Vér íslendingar erum lausir við umbrot og æðistrylling hernaðarþjóðanna og höfum því gott tækifæri lil að leggja alúð við landið okkar, fegra það og bæta og hjálpa því til að framleiða arð og gnægðir oss til handa. Hver einstaklingur getur mikið. ef hann er áhugasamur og atorkumikill. Þeir pen- ingar, sem hann leggur út til jarðræktar koma til hans margfaldaðir aftur. Jarða- bætur eru fyrirtæki sem framkvæmda og útsjónarmaðurinn má vei-a viss um að er auðs og auðnuvegur. Valdimar Benediksson, frá Syðri-Ey. Áramót.*) Jörðin hefir enn einu sinni farið spor- baug sinn kringum sólina, og á þeirri leið snúist 365 sinnum um sjálfa sig. Og þeg- ar síðasti snúningurinn endar, þá er árið liðið. Eitt ár er ekki langur tími í sögu jarð- arinnar né sögu mannkynsins, það er eins og dropi i hafinu, lítill hluti í stórri, ó- rnælanlegri heild. Eitt ár af meðal mannsæfi er heldur ekki langt, en þó tiltölulega miklu lengra, og þó breytist margt á einu ári. Grasið grær, blómstrar og deyr, menn fæðast, aðrir deyja, einn kunninginn og vinurinn hverfur manni sjónar út í hring- iðu lífsins, og maður rekst á annan nýj- an, hugsanir fæðast og deyja, en aðrar komast í tramkvæmd, cg tíminn, þessi hraðfleygi förukarl líður og líður, og það liðna kemur aldrei aftur. Árið sem er að kveðja var gott ár fyrir okkur Islendinga. Okkur hefir liðið vel á því. Efnalega höfum við grætt svo mjög, að fé landsmanna á vöxtum hefir aukist um hátt á aðra miljón króna. Það er meiri gróði en nokkurn tíma eru dæmi tit áður. Eldfjöllin og hafísinn, þessir tveir höfuð- féndur þessa lands hafa haldið sér í skefj- um á árinu, og ekki sýnt okkur þau helj- artök, sem þeir stundum fyr hafa sýnt *) í U. M. F. íslending er gefið út blað, sem- heitir Ljósberi. Er það lesið upp á fundum að vetrinHm til. Félögum er ruðað eftir stafrófsröð og skipuð í ritnefndir. Tvö blöð eru komin út á þessu ári og grein þessi var í öðru.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.