Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 15
SKINFAXI 31 „Gleðilegt nýtt ár“. Það eru fögur orð, en Ljósberinn vill þó hafa þau ákveðnari og segja: Ég óska öllum starfandi árs, ég óska að allir er til góðs starfa, megi sjá árangur starfs síns, ég óska að allir megi full- komna sig í öllu góðu, göfugu, þörfu og pjódnýtu á árinu 1916, og þá færast nær því að verða fullkomnir, sjálfstœðir menn. Störfum með sál og líkama á árinu, fullkomnum hvorutveggja. Ritað á áramótunum. P. z. Félagsmál. Jón Kjartansson hefir fyrir nokkru lokið yfirferð sinni um V.-Skaftafells- Rangárvalla- og Árnessýslur. Heimsótti hann alls 22 sambandsfélög og l|;|utansambandsfélag. Fyrirlestra flutti hann í öllum félögunum, 2—4 á hverjum stað. Auk þess var hann á fundum i öllum félögunum, tók þátt i umræðum og gaf leiðbeiningar um fundarstarfsemi fé- laganna, verklegar framkvæmdir þeirra og alla starfsemi yfir böfuð, bæði á fundum og utan funda. íþróttir kendi hann i 17 félögum. Alls 120 manns tóku þátt í æfing- um. Auk þess hélt hann íþróttnámskeið í Vík i Mýrdal. Stóð það i 8 daga. Nem- endurnir, 8 að tölu, voru allir úr Vestur- Skaftafellssýslu. Vænta má að ferð Jóns beri góðan á- rangur, enda 'var honum hvervetna vel tekið og lét hann hið besta yfir ferð sinni. Starfsemi og hag félaganna hefir hann getað kynt sér, betur en nokkur einn mað- ur hefir átt kost á áður. Hefir hann þvi ýmsar bendingar að gefa stjórnum fjórð- ungs- og lands-sambands. — Nú er Jón á ferðalagi um Borgarfjörð og Mýrar. UHgmennafélag- Fljótsdæla hefir ákveðið að halda bréfakvöld hjá sér 9. apríl n. k. og væntir margra góðra bréfa bæði frá félagsbræðrum og öðrum fjær og nær. U. M. F. „Skarplicðinn" i Ölfusi hefir ákveðið að hafa bréfakvöld 20. apríl 1916. Óskað eftir bréfum frá U. M. F. og eistöku mönnum, sem viðast að. Jfý skýrslueyöublöð. Sambandið hefir gefið út ný skýrslu- eyðublöð handa ungm.félögum Eru þau töluvert viðtækari og gleggri en hin, sem áður hafa verið notuð. Ef einhver Ungm.- félög inna af hendi störf, sem ekki eru talin á skýrslu-eyðublaðinu, eru þau beðin að geta þeirra í athugasemdum. Hverju einstöku félagi fiafa verið send þrjú eyðublöð til þess að fylla út. Ætlast er til að sambandsstjórninni verði sent eitt eintak, fjórðungsstjórn annað og að félagið haldi einu eftir sjálft. Atkvæðagrelðsla. hefir nýlega farið fram í ungm.fél. * Vestur Skaftafellssýslu, um myndun héraðs- sambands þar eystra. Ekki hefir nægileg atkvæðatala fengist með héraðsambandinu, svo úr stofnun þess getur eigi orðið í þetta sinn. Þcssi félög cru nýlega geugin í sambandið: U. M. F. Drengur í Kjós, stofnað 1915r hefir nú 40 félaga. U. M F. Stórólfur í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, hefir 31 félaga. Bæði þessi félög gengu í fjórð- ungssamband Sunnlendinga. Enn er eitt félag á leiðinni. Heitir það Eldborg og er i Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu. Félagar rúmlega 40. Féiög er sent hafa skýrslu eða skatt til fjórð- ungsstjórnar Sunnlendinga:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.