Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 4
20 SKINFAXI. nánuslu brœðraþjóðar vorrar og heitir: Ungmennaskólinn á Eiðsvelli. Jakob Ó. Lárusson. Utanáskrift skólastjóra er: Hr. Skole- bestyrer cand. phil. Jon Sorensen. Eids- vold. Norge. Fús er eg á að gefa frekari skýringar um skóla þennan, hverjum þeim er þess beiðist. J. Ó. L. Heima og erlendis. Fyrlrlestrafcrðir. Sljórn ungm.fél. hefir byrjað á nýjung i vetur, sem er likleg til að hafa heppi- legar afleiðingar. Hún hefir byrjað á því að fá unga og eínilega menn úr félögunum sjálfum til að ferðast um og halda fyrir- lestra. Er þá fyrst að telja för Jóns Kjartanssonar um allan Sunnlendingafjórð- ung. Hefir hann nú komið lil allra sam- handsfélaga í V.-Skaftafells-, Rángár- valla- og Árnessýslu, og er nú á ferð um Borgarfjörð og Mýrar. í jólaleyfi sínu fór Steinþór Guðmundsson til allmargra fé- laga í Borgarfirði, og að síðustu er Bjarni Ásgeirsson nú á fyrirlestraleiðangri um sléttuna austanfjalls. Ur öllum áttum hefir heyrst almenn ánægja yfir þessum fyrir- lestrum. Menn skrifa blaðinu, að þessir ungu fyrirlesarar hafi ýtt við fólkinu í værð sveitanna, og þeir hafi fært félögin nær hvert öðru. Vafalaust mun haldið áfram stefnunni, og nú ef ekki áður, munu utan- sambandsfélög, eða einangruð smásambönd finna, hvað þau vantar. Ef öll félög í landinu væru í einu sambandi, mætti láta ágæta fyrirlesara fara hringferð um landið 3—4 sinnum á vetri til að hressa og fjörga þjóðina. Sbíðugerð. ílin af þeim góðu íþróttum, sem nú fara í vöxt er skíðagangan, þótt mikils sé erin á vant, að við þolum samjöfnuð við frændur okkar i Noregi. Ber þar tvent til: að skíðin hér eru venjulega úr lélegu efni og illa gerð, og svo hitt, að hér hefir hver farið sína götu, og ekki notið góðs af reynslu annara manna. En nú mun þetta breytast áður langt um líður. Fyr hefir verið getið um, að einn ungmenna- félagi, Kristján Sigurðsson trésmiður úr Þingeyjarsýslu, dvelur nú í Noregi í vetur og kynnir sér vandlegaalt sem heyrir titi skíðagerd, eins og hún er best þar í landi. Er hann þjóðhagasmiður, og því von um hinn besta árangur. Hann kemur heim f' vor og setur þá á stofn skíðasmiðju, að líkindum á Akureyri. Er sá staður betur til fallinn, heldur en Reykjavík, að vera höfuðstaður íslenskrar skíðamensku. Á Suðurlandi getur sú iþrótt aldrei þrifist, en' í hinum iandsfjórðungunum er hún hverj- um manni nauðsynleg. Vonandi verður eigi langt þess að biða, að við fáum líka vel æfðan skíðakennara til að kenna íþrótt- ina rétt. Listaniaunastyrkurimi. Á undanförnum árum hafa jafnan stað- ið Iangvinnar deilur í þinginu. þegar út- hlutað hefir verið styrk til skálda og lista- manna. Hafa þar fallið mörg óþörf orð' og mannjöfnuður verið sárbeittur og óviðeig- andi. Hafa þingmenn gert rétt í að afsala sér þeirri ábyrgð að skifta þeim 10000 kr.- sem veittar eru í þessu skyni. Er betur við eigandi að úthlutuu þessi sé gerð með1 minna orðaskvaldri en í þinginu. Einn' af þeim, sem styrk hlýtur nú í fyrsta sinn' er Brynjólfur Þórðarson, ungur og efni- legur málari úr Reykjavík. Hefir hann' numið af Þóiarni Þorlákssyni, en eigi haft fé til að fullkomna sig eriendis, en til eru eftir hann margar einkar' fagrar smá- myndir. Einhver ritstjóri hefir látið sér fátt um finnast, er Jóhann Sigurjónssor* fær fátæklegan bróðurhlut við þessi skifti.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.