Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 5
SKINFAXI
37
senda á fjórðungs eða héraðsþingin kynn-
ast þar áhugasömum samherjum sínum úr
öðrum sveituni, kynnast af þeim starfsemi
annara félaga. Eykst þeim við það áhugi
og þekking á störfum félaganna, sem kem-
ur að góðu þeim er heima sitja. Þetta
er mikils virði. En því hafa þau félög
ekkert af að segja, sem aldrei geta sent
fulltrúa á héraðsþingin sakir ókleifs kostn-
aðar.
Það er skaði að félögin í Skaftafells-
sýslu skuli enn ekki hafa neitt af þessum
fjörauka að segja, en sem önnur félög
njóta árlega.
Þar eru nú 8 félög í sambandinu og 3
utan þess. Þau munu sennilega öll verða
með að stofna félagssamband samkvæmt
tögum samb. U. M. F. í., ef til kæmi.
í þessu væntanlega héraðssambandi yrðu
þá 11 félög með 330—350 meðlimum. Árs-
tekjur þess (skattur og Samb.tillag) mundu
verða ca. 150 krónur.
Gerum nú ráð fyrir að þessi 11 félög
styrktu hvert einn mann til náms á íþrótta-
námskeiðið í Reykjavík. Ekki mundi þá
sem færu muna um minna en 50 króna
styrk — hvern. Það yrðu namtals 550
krónur. En fyrir helming eða jafnvel
þriðjung þess fjár mætti halda sæmilegt
íþróttanámskeið innan sýslunnar og nem-
endurnir yrðu engu ver haldnir að sækja
mámskeiðið þar styrklausir, heldur en þó
að þeir væru styrktir með 50 krónum til
Reykjavíkur.
Innan sýslu ætti félögunum ekki heldur
að vera um megn að senda fulltrúa á
héraðsþingin. Sýslusamb.stjórninni mundi
veitast sýnu hægar að ná til félaganna;
hún mundi þekkja þau betur, sjá hvar
skórinn kreppir mest að, hvers þau þarfn-
ast mest í það og það sinn, eiga hægra
með að rétta þeim örfandi hönd, ef þau
væru að dofna eða dragnast upp, heldur
en stjórn sem situr i Reykjavik. Ekki fæ
ég séð að henni yrði torveldara að útvega
fyrirlestramenn með aðstoð sambandsstjórn-
ar í Reykjavík, heldur en stjórn Sunnlend-
ingafjórðungs, né heldur að þau gætu það
ekki kostnaðarins vegna. I sjóð Sunn-
lendingafjórðungs renna ekki aðrar tekju-
lindir en tillög félaganna og sambands-
tíeyringarnir. Skaftfellingar hafa ekki enn
sem komið er notið þeirra fremur en að
réttri tiltölu, nema síður sé, og mundu
heldur ekki framvegis hirða um að lifa
á öðrum.
Nú er svo komið i Yestur-Skaftafellsýslu
að auk fjórðungssambands Sunnlendinga-
fjórðungs er þar nýstofnað annað sam-
band, sem nefnist: Samband ungmenna-
félaga í Vestur-Skaftafellssýslu. Sýslusam-
bandið og fjórðungssambandið eiga svo
þegna sina hvort í annars garði — sum
félögin teljast til þeirra beggja. Bæði hafa
samböndin sömu stefnuskrá, sömu áhuga-
mál, heimta bæði skatt af félögunum. En
hljóta þau ekki að sundurdreifa hvort fyrir
öðru? Geta félögin þjónað tveimur herr-
um ? Það er ólán, að sýslusambandið
skuli hafa orðið til, ef það verður ofan á
að sýslusamband undir yfirstjórn sam-
bandsstj. U. M. F. í. geti ekki orðið Skaft-
fellingum nóg. En geti það orðið þeim
nóg — og eg er þeirrar skoðunar — þá
er stofnun sýslusambandsins heillavænleg
og réttmæt rás viðburðanna, er eigi verður
hindruð og — þá verður fjórðungssam-
bandið að víkja.
Jón Kjartansson.
Til næturinnar.
Hjarta mitt friðaðu hljóða, kyrra nótt,
huggaðu barn þitt meðan alt er rótt.
Vefðu mig fast með vinarörmum þínum,
vertu mér stoð í öllum raunum mínum.
Gefið mér hefirðu gull i drauma mína,
guðlegan frið i hug mér léstu skína,