Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1916, Side 10

Skinfaxi - 01.04.1916, Side 10
42 SKINFA XI maður í íslenskri tungu. Þar er sönn fyrirmynd. Ennfremur hygg eg að gott muni vera, að lesa þjóíisögurnar gömlu. Af þeim má læra lipran frásagnarstíl. Þar eru margar perlur. Á eg enga ósk heitari, lesari minn, en að þú gætir fundið þar lýsigullið góða, sem getið er um í einni þjóðsögunni, sigr- að alla örðugleikana er því fylgja — og belst hlotið „konungsríki og konungsdótt- ur“ að launum í andlegum skilningi. Og ekki get eg lagt frá mér pennann, án þess að minna þig á öll okkar fögru Ijóð. Fer þar saman gott mál og göfugar hugsanir. Lesum áður nefnd rit og mörg önnur, sem oflangt yrði upp að telja. Við kynn- umst þá voru eigin þjóðlífi í geislaljóma hins snjalla og dýra móðurmáls vors. Og síðast en ekki síst. Bætum smekk okkar og fegurðartilfinningu. Verum bók- vandir. Kaupum aðeins góðu bækurnar. Axél Thorsteinsson. Þegnskyldan og ungmennafélögin. Sökum þess, að ungmennafélögunum hef- ir óspart verið blandað inn i umræður um þegnskyldumálið, siðan farið var enn á ný, að hreyfa því opinberlega, í ræðu og riti, finn eg mig knúðan til að skýra, í fáum orðum afstöðu þeirra gagnvart þegn- skyldumálinu að svo miklu leyti, sem mér eru kunn afskifti þeirra af því. Þeir, sem lýst hafa sig andviga þegn- skyldunni, halda jafnvel að ungmennafé- lögum sé um að kenna að málið er nú lagt undir atkvæðagreiðslu þjóðarinnar ó- rökrœtt og í alla staði óundirbúið. Hinn málsaðili heldur því eindregið fram að mikill meiri hluti ungmennafélaga sé þegn- skyldumálinu hlyntur, og vilji óvægur koma því í framkvæmd hið allra fyrsta. Eftir þessu að dæma yrði annar aðili málsins vis til þess að skella allri skuld- inni á ungmennafél., ef svo illa tækist til, að þegnskyldunni yrði dembt í snatri yfir þjóðina, fyrirhyggjulaust. En hinn aftur á móti vill styrkja sinn málstað með því að telja æskumenn landsins málinu fylgj- andi, og koma ábyrgðinni af sér yfir á þá, að þeim sé þægðin, að þegnskyldan komist á sem allra fyrst. Áður befir verið bent á í Skinfaxa, að ungmennafél. eiga engan þátt í, hvernig málinu nú er komið, og hafa þar því engri ábyrgð að svara. Um hitt atriðið, hvað þau hafa verið eða séu, málinu hlynt skal fara nokkrum orðum. Og það er óhætt að árétta það, sem áður hefir verið tekið fram, að ungmennafélögin hafa aldrei tek- ið þegnskylduvinnuna á stefnuskrá sína, eða verið inálinu fylgjandi sem heild. I ný-útkominni þegnskyldu-ritgerð í Skírni, segir Hermann Jónasson: „Marg- faldur meiri hluti af ungmennafélögum ís- lands er með málinu“ (o: þegnskyldunni). Þetta er gripið úr lausu lofti, og eru al- gerlega staðlausir stafir. Virðist vera sagt til þess að telja mönnum trú um, að vilji ungmennafélagsskaparins standi að baki þegnskyldumálsins, ef vera kynni, að því ykist við það fylgi hjá þjóðinni. En setjum svo, að jákvæði ungm.félags- heildarinnar væri fengið í þessu máli, þá er vitanlegt, að félagsskapurinn ræður engu um úrslit málsins á alþingi, né framkvæmd þess í héruðum. Megnið af ungmennafé- lögum hafa ekki atkvæðisrétt í opinberum málum, enda mundu engar tillögur frá þeirra hendi teknar til greina um fram- kvæmd þegnskyldunnar, eftir að búið væri að nota þá sem meðmælendur hennar, meðan verið væri að koma henni á. Fram- kvæmd þegnskyldunnar gæti þvi snúist ungm.fél. þvert um geð, og þau orðið mál- inu andvíg, þótt nteð þvi hefðu verið í fyrstu.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.