Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1916, Síða 11

Skinfaxi - 01.04.1916, Síða 11
SKINFAXI 43 Ungmennafélögin hafa aldrei látið þegn- skylduna til sín taka öðruvísi en sem um- rœdumál. Til þess að glöggva sig á mál- inu, gáfu félögin með „frjálsum samskot- um“, út rit um þegnskylduvinnuna eftir Herm. Jónasson, fyrir nokkrum árum. Varð það til þess að mörg ungmennafél. fóru að gefa málinu gaum, ræða það á fund- um, skapa sér ýmsar skoðanir um framkvæmd þess o. s. frv. Menn skiftust í flokka um mál- ið, með og mót, eins og gengur, og deildu um það á ýmsa vegu i nefndum og á félagsfundum, án þess að komast að nokk- urri niðurstöðu. En jafnan munu þeir þó hafa orðið liðfleiri, sem andstæðir voru málinu, eða sáu sér ekki fært að vinna því nokkurt gagn að svo stöddu. Með- mælendur þess spreyttu sig á að semja tillögur og fyrirmyndir um framkvæmd þegnskyldunnar, sem þeir viðurkendu þó, að lokum, með rólegri athugun, að voru eintómar skýjaborgir, er náðu engri átt. Á sambandsþingi ungmennafélaganna síðast var loks samþykt tillaga í þegn- skyldumálinu þess efnis, að ungmenna- félögin sæu sér ekki fært að vinna fyrir málið framvegis, en í þess stað að starfa af frjálsum vilja, innan félaganna, að ein- hverjum þeim störfum, sem ætlast er til að framkvæmd yrðu með þegnskyldunni. Þar með var þá fyrst um sinn umræð- um um þegnskyldumálið iokið innan ung- mennafélagsskaparins. Enda var þá kos- inn nýr sambandsstjóri, er andstæður var þegnskyldunni, og því ólíklegt, að málið yrði tekið upp aftur í félögunum að hans tilhlutun. Einstök félög hafa þó í seinni tíð, enn á ný, tekið þegnskyldumálið til umræðu á félagsfundum. Stafar það aðallega af því, hvernig málið horfir nú við, og 5svo hinu, að forkólfar þegnskyldumálsins hafa ýtt undir þau að ræða málið, ef ske kynni, að þeir græddu eitthvað á því, og gætu talið þjóðinni trú um, að þegnskyldan væri „stefnumál" og óskabarn ungmenna- félaganna. Af þessu er Ijóst, að óþarfi er að bendla ungmennafélögin á nokkurn hátt við mál- ið, eins og nú standa sakir, og ranglátt með öllu að telja meiri hluta þeirra mál- inu fylgjandi. Þegnskyldumálinu var smeygt inn á al- þingi, að tilhlutun félags Mentaskólanem- enda í Reykjavík. Framsögumaður máls- ins á alþingi hlaut því að tala fyrir munn þess félags, en ekki ungmennafélaganna, þar sem hann fór sérstaklega með umboð þess. En þó leyfir hann sér að gefa það í skyn, að ungmennafélögin vilji fram- kvæmd málsins, þar sem hann hefir þessi orð: „Mentaskólinn, og eg held, flest ung- mennafélög Iandsins hafa tekið það á sína stefnuskrá“. Hann heldur því og fram, að ungmennafél. hafi unnið nokkurskonar þegnskyldu með störfum sínum. Þetta er hreinasti misskilningur. Störf sem félögin hafa leyst af hendi fyrir sjálf sig eða aðra, eiga ekkert skylt við þegnskyldu; þau eru framkvæmd af frjálsum vilja, — sprottin af innri hvöt til þess að láta gott af sér leiða, en ekki af utan að komandi þvingun eða lagaboðum. Það ætti ekki að þurfa að taka fram, að framkvæmd þegnskylduvinnunnar er að ýmsu leyti ósamrýmanleg stefnuskrá ung- mennafélaganna. Mætti t. d. benda á, að ekki samrýmist það frelsishugsjónum fé- lagsskaparins, að stjórn landsins sé feng- ið með lögum vald yfir einstaklingnum, eins og ætlast er til í þegnskyldunni, tit þess að láta hann vinna eitthvert ákveðið verk, hvort sem honum er það Ijúft eða leitt. Annars hafa engir af meðmælendum þegnskyldunnar komist að fastri niðurstöðu, né orðið sammála um það, hvernig haga skuli framkvæmdum hennar. Einn sting- ur upp á þessu, annar á hinu o. s. frv.„

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.