Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1916, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.04.1916, Qupperneq 13
SKINFAXI 45 um starfsemi sína á árinu, sem verður að vera komin til stjórnar í. S. í. fyrir 1. apríl ár hvert. Er þetta að kalla má eina skuldbinding sambands-félaga í. S. I. fyr- 'r utan að öll sambandsfélögin verða að hlýða og hlíta reglum I. S. I., sem samd- ar eru eftir alþjóða reglum. Eru þessar Ieikreglur ágætlega úr garði gerðar, og ber ekki síst að þakka það fim- leikakennara B. J. í. S. í. fær lítilsháttar styrk frá Al- þingi, og ver honum mest til bókaútgáfu. Eins og menn vita eru það slíkar leiðbeining- ar sem íslendinga vanhagar mest um. Líka hefir það styrkt unga og efnilega íþrótta- menn, til frekara náms (má þar til nefna glímukóng íslands og sundkóng íslands, sem nú eru). Enn fremur gaf það heiðurs- verðlaun á 2. leikmót U. M. F. í. Þær bækur sem næst koma á markaðinn frá í. S. í. verða Knattspyrnulögin og íslenska glimubókin. Eiga þær báðar að koma út á þessu ári, hin fyrri í maí og glímubók- in í sumar. Yerða þær án efa mjög kær- komnar glimu- og knattspyrnumönnum. Öll sambandsfélög í. S. í. fá allar þær kækur ókeypis, sem í. S. I. gefur út, og er það mikill ávinningur fyrir þau, þó ekki væri nú annað. Þó í. S. í. sé nú 5 ára að aldri, þá eru sambandsfélög þess ekki fleiri en tæp 50 að tölu og eru þau flest úr Sunnlendinga- °g Auslfirðingafjórðungi, aðeins örfá úr Norðlendinga og Vestfirðingafjórðungi. Ég á bágt með að trúa að Norðlend- ingar og Vestfirðingar séu ekki eins áhuga- samir fyrir stofnun í. S. í., eins og aðrir landsmenn. Vonandi lagast þetta þegar félögin hafa kynt sér lög og leikreglur í. S. I. Þvi fleiri félög sem í sambandinu eru, því fleiri leiðbeiningar og bækur verð- ur hægt að gefa út, og á allan hált bet- ur hægt að hlynna að iþróttum vorum. Er því hérmeð alvarlega skorað á öll íþróttafélög að hefjast handa og ganga í I. S. I. Öllum sem hugsa nokkuð um hve okkur er þetta nauðsynlegt og sjálf- sagt, að fylkja okkur undir merki I. S. I. ættu að skilja og sjá að allsherjarband íþróttafélaga er ekki siður nauðsynlegt, en t. d. samband U. M. F. I. fyrir ungmenna- félögin; því öll félög er starfa að sama marki, verða því öflugri og styrkari, sem fleiri standa saman. Síðasti aðalfundur I. S. I. var haldinn var haldinn 15. þ. m. Var þar margt til umræðu. I stjórn I. S. I. voru kosnir fyrir næsta ár. Axel Tulinius formaður, Guðm. Björnson, Benedikt G. Waage, Matthías Einarsson og Jón Ásbjörnsson. Ekki er annað fyrir félög, er hugsa til að ganga í í. S. 1. en að tilkynna það einhverjum þessara manna. íþróttavinur. Úti-íþrói tir. (Eftir Bennó ) Knattspyrna. VII. Frh. Hver sá, sem ætlar sér að verða þátt- takandi í knattspyrnuleik, verður fyrst af öllu að læra til hlítar knattspyrnulögin. Þetta tek eg fram enn þá einu sinni vegna þess, að þetta er svo vanrækt, hjá þeim, sem leggja stund á þessa íþrótt. Þráfald- lega kemur það fyrir hér i Reykjavík (og víðar býst ég við), að keppendurnir vegna þekkingarleysis á knattsp.Iögum, gera knatt- sp.flokk sínum mikinn óleik, með því að kunna ekki til hlítar knattsp.lögin. Það bitnar svo sem ekki eingöngu á manninum sjálfum, heldur oftast á öllum flokknum, og er því þetta mjög athugavert fyrir öll knattsp.félög að herða d félögum sínum að læra lögin. Besta ráðið væri að félög- in héldu fundi, þar sem knattspyrnureglur-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.