Skinfaxi - 01.06.1916, Qupperneq 8
72
SKINFAXT.
um hana og lét þá ósk uppi, að eg mætti
verða á stofnfundi héraðssambands með
þeim, ef þeir gætu komið því \ið. Jafn-
framt skrifaði eg ungmennafél. í Öræf-
og bað þá að athuga hvort þeir gætu
eigi orðið með að mynda sambandið og
óskaði eftir að fulltrúi frá þeim mætti verða
mér samferða austur yfir Breiðamerkur-
sand. Þetta gekk alt vel, og þó eigi alt
að óskum.
Ungm.fél. Máni tilkynti hinum félögnm
sýslunnar komu mína væntanl. Um það
leyti var Jón Pálsson kennari frá Svina-
felli austur á Mýrum við kenslu. Bjóst
hann nú til heimferðar og var því beðinn
að ná tali mínu um leið og eg færi aust-
ur hjá. Hann kvað félögin staðráðin i að
mynda samband, en teldu vandkvæði á,
að gera það fyr en í júnímánuði, vegna
harðinda, vildu þó gera það, ef eg legði
sérstaklega áherslu á það. Eg sá að þeim
var þetta kunnara en mér, og þegar eg
frétti, að á Mýrum og í Nesjum gengi
veikindi (kvefsótt og lungnabólga) þá gat
eg ekki hvatt til fundar. Jón Pálsson leið-
beindi mér, sem bróðir um ýmislegt og
hann gladdi mig með því að segja mér,
að á síðasta fundi i ungm.fél. þar í Ör-
æfum hefði verið samþykt að fél. yrði með
um myndun héraðssambands. Þótti mér
þetta góðs viti.
Eg kom austur í Nes að kveldi 6. maí.
Þar var þá, eins og alstaðar á austurleið
gaddharka. Var það ilt, og hitt þó verra,
að 2 stjórnendur í „Mána“ voru veikir, og
formaður — reyndar heilbrigður, sem bet-
ur fór, og heima hjá sér — en langt í
burtu og — eins og eg komst síðar að
raun um — gat ekki komið til viðtals;
forfaliaður af öðrum ástæðum. Töldu
ýmsir varhugavert, eins og á stóð, að
hvetja til samkomu (Ioft kalt, rykugt og
veikindi í sveitinni). Var þó boðað til fyr-
irlestrar í fundarhúsi hreppsins 8. maí kl.
2 síðdegis. Kom þangað 17 manns og
hélt eg þar 1 fyrirlestur. Þá urn kveldið
fór eg að Hoffelli að finna fornrann fél.,
Hjalta Jónsson. Dvaldi eg þar i 2 nætur
og hélt 2 fyrirlestra. Þann 10. varð eg
samferða Hjalta Jónssyni og öðru fólki
frá Hoffelli, sem var að fylgja til grafar
ungum bónda á Mýrum að Einholtskirkju.
Hélt þá fyrirlestur um kveldið í kirkjunni
yfir 60 áheyrendum. Var þar með form.
félagsins „Valur“, Kristján Benediktsson
og nokkrir ungmennafél. aðrir. Boðaði
form. þá til fyrirlestrar og fundar næsta
dag. Hélt eg þá 2 fyrirlestra fyrir 34 á-
heyrendum, en á milli fyrirlestranna var
haldinn fundur. Um kveldið fór eg að
Kálfafellsstað í Suðursveit og hélt þar %
fyrirlestra í kirkjunni þann 12., fyrir 54
áheyrendum. Var þar fundur á eftir í
ungmennaféb Fór þá undir Breiðamerk-
ursand að Hala til Steinþórs Þórðarsonar
formanns ungm.fél. í Suðursveit. Þann
13 yfir Breiðamerkursand. Daginn eftir
hélt eg 2 fyrirlestra í kirkjunni á Hofi í
Öræfum fyrir 89 áheyrendum. Var hald-
inn fundur á milli fyrirlestra. Formaður
í fél. er Þórhallur Jónsson, Fagurhólsmýri.
Austur-Skaftafellssýsla er einkennileg og
víða fögur og tilkomumikil. Þar er lang-
mesta eyðimörkin á alfaravegi þessa lands,
Skeiðarársandur, lengsti sandvegur, Breiða-
merkursandur. Þar er mesta jökulbreiðan
fast að bygðum, með öllum sínum skrið-
jöklum, sem eru víða herfilega fallegir, ef
eg má komast svo að orði; hæsti jökul-
tindur landsins, Hvannadalshnúkur á Ör-
æfajökli; mesti vatnaklasinn og „aurarnir
endalausu11. Þar eru yndislega fagrir skóg-
ar: Gilið hjá Skaftafelli, gildrögin hjá
Svínafelli, og að sögn, hinn nafnkunni
Bæjarstaðaskógur. Fjallahringurinn, af
Mýrum sunnanverðum er skínandi fagur og
síðastan ekki sístan má telja Hornafjörð-
með öllum sínum dáfögru eyjum. Og v
skjóli þessarar auðnar, tignar og fegurðar
blómgast hin hreina, látlausa, elskulega,
íslenska gestrisni, þar sem jafnvel óþekt-
um manni finst hann vera heima hjá sérr