Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 2
82 SKINFAXI Hún keyrir nóttina á flótta. Hún bannar tungli og stjörnum að láta á sér bera. Og mér er sem eg heyri þessi ljósbörn segja: Þegar ljósanna móðir Ijóm- ar um lágnættis-skeið, þá er okkar starf hégómlegt og gagnslaust. Ljósið er sigurvegari myrkursins. Skuggunum er boðið að hafa sig á burt og fela sig niðri í dýpstu gjótum og gjám jarðarinnar. Á. Jóh. Heimboð vestan um haf. Það er álit margra manna, að æskilegt væri að heimboð og heimsóknir milli Aust- ur- og Vestur-íslendinga fari í vöxt. Nú siðast hefir ritstjóri Lögbergs Dr. Sig. Júl. Jóhannesson ritað um þetta í blað sitt all- ítarlega og drengilega. Vafalaust yrði þetta til mikils góðs fyrir Islendinga beggja megin hafs. Það mundi og glöggva skilninginn, auka víðsýni, sam- úð og samvinnu. Nú þegar hafa þrír menn íslenskir þeg- ið heimboð hér vestra: Séra Fr. Friðriks- son, prófessor Jón Helgason og Dr. Guðm. Finnbogason. Bak við þessi boð hafa, vitaskuld, staðið einstök félög. Ut af þessu datt mér nokkuð í hug, og þessvegna skrifa eg þessar línur. Vilja ekki ungmennaféi. íslands ríða á vaðið i þessu efni fyrir hönd heimaþjóðar- innar og bjóða heim einum manni að vest- an ? Ef til vill gæti verið um fleiri en einn að velja. En einn mann hefi eg í huga sérstakiega. Það er Stephán G. Stephans- son skáld. Mér hefir skilist að ungmennafél. hafi stofnuð verið meðal annars, og þó einkum til þess að vernda alt gott, sem íslenska þjóðin á í fari sínu. Það er því eðlilegt, að þeim sé þeir menn kærastir, sem eru bestir og sannastir ættjarðarvinir. Hér vestra munum við eiga marga ágæta ættjaiðarvini, en þó hygg eg, að enginn1 beri það nafn frekar með réttu en Stephán G. Stephánsson. Eldur föðurlandsástarinn- ar hefir, þegar stundir Iiðu fram, fallið hjá mörgum í fölskva, en hjá honum brennur hann jafnt og stöðugt, með sískærum loga. Þjóðernisstrengurinn hefir aldrei slaknað í brjósti han3; — tónninn alt af sá sami, jafn hár, jafn hreimfagur og hljómsterkur. I hinu nýja tímariti, Rétti, hefi eg lesið' grein eftir Ben. kennara Bjarnarson í Húsa- vik. Hann hyggur, að ungmennafélögin þurfi að færast í aukana. Víðar hefi eg heyrt um það kvartað, að þau eigi við deyfð að stríða. Þurfi að varpa af sér svefnoki. Mundi ekki vængjaþytur arnar- ins úr Klettafjöllum fá nokkuru áorkað um það? Ef til vill mundu margir telja sér meiri sóma að þiggja heimboð af allri þjóðinni. En eg hygg, að Stepháni mundi ekki ó- ljúfara að þiggja slikt boð af æskulýð Is- lands. Hann hefir umfram alt annað ver- ið skáld framsóknarinnar og æskuhugsjón- anna. Umbótaþróin hefir verið honum rík í eðli, en hinsvegar hefir verið aðstöðuleysi um það, að fá miklu um þokað. Þetta hefir valdið honum mörgum „andvökum“ og blandað sumar þeirra mikilli beiskju. Þykir mér ekki vonlaust um, að hann fyndi hjá æskulýð Islands meiri samkend og gleggri skilning á því, sem legið hefir hon- um þyngst á hjarta, en hann fmnur hjá löndum sínum hér vestra, og að hann af því fengi nokkura svölun þorsta sínum. Væri það þá ekki vel við eigandi, að slá hér tvær flugur í einu höggi; — gera verðugan sóma þessu aldraða skáldi og ágæta hugsjónamanni, og græða aukinn lífsþrótt og nýjan eldmóð? Víða hefir hann hleypt skáldfáki sínum, og margt land í hugans heimi hefir hann kannað. Um ókunna stigu hefir hann far- ið og yfir torfærur, ófyrirleitinn og gust- mikill, svo þeir, er skortir flugdirfsku og:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.