Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 5
8KINFAXI. 85 lil að kenna, og skifta við þá, sem mest- ur hagur er að eiga fjárreiður við. Eng- inn vaíi er á að islenskir framfaramenn, ^inkum hinir yngri, hallast að síðarnefndu stefnunni. En gamla kynslóðin er bundin sterkum taugum við Dani, og ef ýtt er við þeim, þykjast þeir kenna haturs til „brœðra- þjóðarinnar“. áSamgöngur. 1 fyrra sumar flutti Skinfaxi grein um samgöngurnar, nokkurskonar bráðabirgða- tillögu um hvað gera þyrfti i þeim efnum nfl. að halda uppi tíðum strandferðum alt árið og flytja póstinn með þeim skipum, og síðan upp um undirlendið frá helstu höfnum. Því var haldið fram að þetta ætti að vera næsta sporið í samgöngu- málunum. I vorhefti „Réttar“ birtist ýtar- degri grein um þetta efni og flytur blaðið íslendingur hana jafnframt. Þar er málið Takið nokkru nánar, og markaöar aðal- línur í hinu fyrirhugaða samgöngukerfi. Tvær breytingar eru gerðar frá því sem stungið var upp á í Skinfaxa i fyrra. Onn- nr er sú, að strandferðaskipin fari kring um landið i hverri ferð, en snúi ekki við Á Akureyri. Hin að greina sundur vöru- 4)g póstflutninga Hafa til vöruflutninga heldur hægfara skip og láta þau korna við á öllum færum höfnum, en póstskipin, sem lika eiga að annast mannflutningana að mestu leyti þurfa að vera hraðskreið og koma ekki nema á aðalhafnir. Breyting- ar þessar eru gerðar eftir bendingu eins stjórnmálamanns, sem mikið hefir hugsað um þessi efni á undanförnum árum. Fyrir margra hluta sakir litur fremur vel út með þessar framkvæmdir. Hvenær sem unt er vegna stríðsins, verða bygð a. m. k. tvö strandferða skip fyrir landsins hönd. Og hinar herfilegu samgöngur, sem þjóðin á nú við að búa hljóta að ýta undir i þessu efni. Mætti svo fara að biðin með skipin yrði til góðs, ef fyrirkomulagiö yrði betra og meira til frambúðar heldur en ráðagerð sú benti til, sem efst var á baugi, áður en stríðið byrjaði. Annars vegar hefir ungm. samband Þingeyinga haft með höndum framfaramál, sem skylt er þessu, og þó við hæfi lélaganna. Það er að koma á föstum ferðum innan sýslunnar vikulega alt árið. Skyldi það gert með frjálsum samtökum. Væri vel við eigandi siöar- meir, þegar landið hefir að sinu leyti komið póstmálunum i gott lag, að hvert gott ungmennafélag legði á sig þá þegnskyldu að annast póstflutning, frá bréfhirðingar- stöðunum og heim á alla bæi í sveifinni. Það væri bæði gott verk og vel framkvæman- legt. Hvíldardagurinn er oft notaður til þess, sem síður skyldi. ENSKUBÁLKUR. The Open Wlndow. The old house by the lindens Stood silent in the shade, And on the gravelled pathway The light and shadow played. 1 saw the nursery windows Wide open to the air; But the faces of the children They were no longer there. Longfellotv. Opni glugginn ^brot). í hljóði gamla húsið, við háar lindir stóð, en Ijós og skuggi Iéku á lágri gótuslóð. í gegnum opna glugga blés gustur um auðan karm. Hvar voru blessuð börnin með bjartan æskuhvarm? E. B. þýddi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.