Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 9
SKINFAXI 89 Fjórðnngsþing U. M. F. Norðlendingafjórðungs var haldið í húsi Ræktunarfélags Norður- lands á Akureyri dagana 16.—17. apríl síðastliðinn. Mættir voru 14 fulltrúar frá 8 fjelögum. Tvö félög í sambandinu sendu ekki full- trúa. Forseti þingsins var kosinn í einu hljóði Jakob H. Líndal framkvæmdarstjóri, og nefndi hann ritara Helga Eiríksson 2. þm. „Árroðans“ og Jónas Kristjánsson þm. „Framtíðarinnur“. Helstu gerðir þingsins voru þessar: I. Skýrði forseti (J. H. Líndal) frá gerð- um fjórðungsins á liðna árinu, og var hið helsta íþróttanámskeið, sem haldið var á Akureyri fyrrihluta desembermánaðar síð- astliðins. Lagði hann fram skrá yfir þá, er notað höfðu kensluna. — Einnig skýrði hann frá því, að eigi hefði verið hægt að framkvæma vilja siðasta fjórðungsþings, að eignast og girða Leyningshólaskóg í Eyjafirði. Kvað þær ástæður valda, að girðingarefni alt væri mjög dýrt, en lands- stjórnin ófáanleg til þess að leggja nokk- urt fé til þess fyrirtækis að svo stöddu- Fjárhagur fjórðungsins hinsvegar svo bág- borinn, að eigi gæti hann framkvæmt það styrklaust. II. Lagðir fram reikningar fjórðungsins, endurskoðaðir, og samþyktir athugasemda- iaust. III. Skógræktarmál. í því var samþykt að fara þess á leit við U. M. F. í fram- hluta Eyjafjarðar, bæði utan sambands og innan, að þau byrji nú í vor að grisja skóginn í Leyningshólum, þrátt fyrir það þótt girðing komist þar ekki á að svo stöddu. Sömuleiðis að fela fjórðungsstjórninni að fara þess á leit við Ræktunarfélag Norð- urlands, að það leggi til mann, endur- gjaldslaust, til leiðbeiningar við grisjunina. IV. Þegnskylduvinna. I það var skipuð 7 manna nefnd og kom hún fram með svohljóðandi tillögu, er var samþykt i einu hljóði: Fjórðungsþing U. M. F. Norð- lendingafjórðungs lýsir yfir því, að það sé hlynt þegnskylduvinnu-hugmyndinni, en álitur að óheppilegt hafi verið að bera máhð undir þjóðaratkvæði, meðan ekkert lagafrumvarp um framkvæmd málsins ligg- ur fyrir til að greiða atkvæði um. Og tekur þingið það skýrt fram, að þessi með- ferð málsins er alls ekki að vilja eða til- hlutun ungmennafélaganna, og bera þau þvi enga ábyrgð á afleiðingum, sem þjóðar- atkvæði um jafn óundirbúið mál getur haft i för með sér. Svohljóðandi viðaukatillaga kom fram og var samþykt með 6 gegn 1 atkv.: — — — enda vilja áskilja sér rétt fyrir atkvæðisbæra félaga sina að sleppa at- kvæðagreiðslu um málið, án þess þó að það verði talið fylgisleysi við málefnið sjálft, eða falli meiri hlutanum í vil. V. Iþróltamál. I því var samþ. 1. Að Iþróttamót fyrir Norðlendingafjórð- ung verði haldið á Akureyri — helst dagana 17.—18. júní — i vor, og var U. M. F. Akureyrar falin forstaða þess. 2. Jafnframt samþ. að fela fjórðungsstjórn- inni að tilkynna ungmennafélögunum um íþróttamótið og hvetja þau til þess, að taka sem mesta hluttöku í því og gefa sig fram við framkvæmdarnefnd U. M. F. Akureyrar að minsta kosti viku fyrir mótið. VI. Fyrirlestramál. I þvi var samþ. 1. Að fela fjórðungsstjórn að leitast fyrir um góðan fyrirlesara handa ungmenna- fél. innan sambandsins. 2. Að fara þess á leit við sambandsstjórn U. M. F. I að veita fjórðungnum fjár- styrk nokkurn, til þess að standa straum af kostnaði við fyrirlestrahald meðal ungmennafélaganna. VII. Þessar eru helstu fjárveitingar úr fjórðungssjóði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.