Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 13
SKINFAXI
93
þegar hún kom til umræðu í félögunum,
eru henni nú algerlega fráhverfir. Stafar
það af því, að þeir hafa nú þroskaðri
skilning á málinu en í fyrstu.
Eg get því með fullum rétti haldið þvi
fram, — og það eftir þeim upplýsingum
sem Steinþór gefur sjálfur — að ranglátt
sé með öllu, að telja meiri hluta ungm.-
fél. þegnskyldumálinu fylgjandi.
Guðm. Davídsson.
Bókafregn.
Þorv. Th. segir einhversstaðar í ritdómi,
að íslensku blöðin minnist venjulega ekki
á þær bækur, sem séu verulega góðar.
Skinfaxi vill ekki of oft syndga með þögn
um slíkar bækur. I. S. í. hefir nýgefið
út ágæta knattspyrnubók, sem kostar 50
aura. Bandið er eitt hið snotrasta, sem
sést hefir lengi á slíkum bókum hér á
landi. Fremst i bókinni eru hin almennu
knattspyrnulög eftir allra nýjustu heimild-
um, og á bls. andspænis útskýringar um
efnið, þar sem þess þarf með. Þá koma
skýringar á réttstöðu og rangstöðu-reglun-
um, sem eru einna flóknastar af öllum
knattspyrnulögunum.
Að síðustu er orðaskrá yfir enskt og ís-
lenskt knattspyrnumál og lög I. S. I. Bene-
dikt Waage, sundmaðurinn mikli, hefir þýtt
lögin og séð um útgáfuna að mestu, en
Guðm. Björnson skapað flest nýyrðin og
Rikarður listamaður skorið myndirnar.
Prentvillur eru fáeinar, en ekki bagalegar.
Bókin er í alla staði hin eigulegasta og
jafnómissandi hverjum sem iðka vill knatt.
spyrnu og hinum sem vilja skilja knatt-
leik og geta dæmt af viti um frammistöðu
leikmannanna. Á í. S. í. og allir sem
að bókinni hafa unnið, þakkir skilið fyrir
rilið.
Félagsmál og félagsmenn.
Ásgeir Ásgeirsson
guðfræðingur hefir fengið 1200 kr. styrk
til framhaldsnáms erlendis. Hann býst við
að verða einkum í Danmörku og Eng-
landi. Fleiri ungmennafél. úr nágrenninu
fara utan með haustinu.
Axel Thorsteinsson
gefur út Ijóð og sögur nú í sumar.
Sumt af því hefir birst áður, en mest nýtt.
Hann mun nú vera yngsta skáldið hér á
landi. En vel fer hann af stað, gætir
hvorki of mikils fburðar, né áhrifa frá
eldri skáldum, en það eru venjulega helstu
ásteitingarsteinar byrjendanna.
Guðmuudur Jónsson
tréskeri lauk nýlega fullnaðarprófi hjá
Stefani oddhaga, og kemur ef til vill mynd
af prófgrip hans í Skinfaxa síðar. Guð-
mundur fór alfarinn með Gullfossi til Isa-
fjarðar og býst við að verða þar fyrst um
sinn.
ípróttamótin.
Þau farast nú fyrir hvert af öðru. Aust-
anfjalls komst það á, en var meinlega fá-
ment og fjörlítið. Einir fjórir glimumenn
gáfu sig fram. Mislingarnir gera menn nú
hrædda við allar samkomur. Farast því
fyrir að þessu sinni íþróttamótin íBorgar-
firði, Eyjafirði og við Lagarfljót.
Jakob H. Líndal
hefir nýlega sent Skinfaxa ársrit Rækt-
unarfél. og verður þess síðar getið nánar.
Þyrfti raunar að skrifa rækilega um trjá-
ræktina í Gróðrarstöðinni, því að hún hef-
ir sýnt, að hér á landi má, a. m. k. á
vissum stöðum, græða skóg á styttri tíma
en menn grunar alment.
Jakob hættir því miður við stöðina að
ári, og fer að líkindum að búa í Húna-
vatnssýslu. Fær sýslan sú og ungmenna-
félögin þar góðan liðsmann.