Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 6
68
SKINFAXl
Fagrar listir.
Banki Ásgríms málara.
Þegar Landsbankinn brann í fyrra var
mönnum gefinn kostur á að keppa um,
hver gert gæti besta teikningu að nýrri
bankabyggingu. Þetta mun hafa orðið til
þess (þó að ekkert yrði úr kaþprauninni)
að Ásgr. málari fór að hugsa um hvernig,
hann vildi hafa bankann. Síðan málaði
hann mynd þá sem hér fylgir, en Ríkarð-
ur myndhöggvari gróf hana í málm fyrir
Skinfaxa.
Bankamynd Ásgríms vakti allmikið um-
tal og skiftust menn mjög í tvo flokka.
Sumir álitu að húsið (ef bygt væri
eftir teikningu þessari) yrði mjög ljótt,
yrði einfaldur kassi. Þar að auki væru
annmarkar á frá sjónarmiði húsgerðarfræð-
innar. Flöt þök ættu illa við á íslandi,
efrihæðin byrgði fyrir Ijós inn í neðri hæð.
Birta fengist ekki sæmileg inn í kjallarann,
ef stigaþrey væri meðfram allri framhlið-
jnni o. s. frv. Aftur voru aðrir mjög
hrifnir af myndinni og óskuðu af alhuga
að bygtyrði myndarlegt hús í þessum stíl
því að ekkert hús mundi verða jafnfagurt
hér á landi.
Ásgrímur hugsaði sér þessa byggingu
standa eina sér, helst með miklu torgi
framundan. Hæðirnar eru tvær og kjall-
ari undir með gluggum til þriggja hliða.
Efrihæðin nær dálítið Iengra fram en sú
neðri og hvílir á ferstrendum súlum (milli
allra glugga). Fram úr miðju ganga tveir
„blindir“ stólpar, sinn hvoru megin við
dyrnar. Þeir vega á móti gluggalausu
hornsúlunum, en áttu annars sérstaklega
að vera til hlífðar peningaskápunum. Glugg-
arnir á neðri hæð eru afarstórir, til þesa
að geta borið birtu undir hinni „þungu
brún“ múrsins. Aftur er léttara yfirglugg'
unum á efri hæð, og á þeim eina stað
eru bognar línur, annars ekkert nema bein-
ar linur hátt og lágt i allri byggingunni
Múrbrúnin að ofan leynir flötu steyptn
þaki, sem hallar lítið eitt aftur. Alt vatn
af þakinu rennur eftir sérstökum vatns'
æðum niður í jörð.
Vafalaust er þessi mynd svo hrifandr
fögur í augum margra manna af því, að
hún er einföld. frumleg og stíllinn í
fylsta samrœmi við náttúru landsins.
Enginn hlutur er verulega fallegur nema
hann sé einfaldur að allri gerð. Og hvað
getur hugsast einfaldara en þessi still?
Næstum tómar beinar línur, láréttar oglóð-
réttar, sem hvarvetna mynda rétt horn,
Gætum að innganginum. Stigaþripin með-
fram endilangri húshliðinni og ofar þrjár
múrrandir samhliða eins og klettabelti p