Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 15
SKINFAXI 95 íþróttasýningar í Rvík hafa verið með flesta móti í vor. íþrótta- félag Rvíkur reið á vaðið 12. júní (fána- daginn) og hafði íþróttasýningu undir stjórn Björns Jakobssonar suður á Iþrótta- velli. Einar Pétursson, bróðir Sigurjóns, sá er Danir rændu fánanum frá um árið, bar nú hinn nýja og fagra fána félagsins og þótti vel við eiga. Veðrið var ágætt. Á- horfendur um 1000 og er langt síðan slikur mannsöfnuður hafði komið á völlinn. Þóttu mönnum æfingar takast vel og vera hæði félaginu og kennaranum til sóma. Fáum dögum síðar efndu félög þau, sem völlinn eiga til hátíðar þar suðurfrá (17. júni). Var það iþróttasýning svo sem vera bar. Byrjaði með því að Iþróttafélag Rvík- ur endurtók leikfimissýninguna en á eftir glímdu nokkrir af hinum gömlu og góðu glímuköppum bæjarins. Þótti mönn- um því meira i varið, af því að Iangt er síðan glíma hefir verið sýnd hér opinber- lega. Hnignun glímunnar hér á landi er raunar orðin að þjóðarvansæmd. Síðar um kvöldið var knattspyrna og dans seinast eins og vera ber, þegar þarf að safna peningum. Daginn eftir (18. júni) var sund- sýning við Sundskáiann. Syntu þar margir menn og mátti sjá margar sundaðferðir, þvi hver svam með sínu lagi. Voru þar margir sundkongar, fyrverandi, núverandi og tilvonandi, eftir því sem forspáir menn þykjast vita. Dýfingar voru sýndar en nutu sín illa, því að flóð var, og lítil hæð af stökkpalli. Erlingur Pálsson sýndi björgun og þótti mikið að kveða. Líklega væri rétt framvegis að þeir er bjarga og hinir sem bjargað er, væru alklæddir. Það mundi hafa meiri áhrif á áhorfendur. 19. júní var kvennadagurinn. Höfðu ýmsar konur í bænum gengist fyrir allmiklum hátíðarhöldum um daginn. Síðdegis var fimleikasýning á Iþróttavellinum. Hafði Björn Jakobsson æft litinn kvennflokk í vor (12) og sýndu þær nú list sína. Veður var óhagstætt, úði og hált á pallinum. Spilti það nokkuð fyrir, en þó tókst sýn- ingin hið besta. Var flokkurinn mjög vel samæfður og samtaka. Hafði nú verið þríheilagt hjá íþróttafólkinu í Rvík. En svo varð nokkurt hlé á. Siðar i mánuðinum og í júlí, hafa staðið harðar kappraunir milli knattspyrnufélaganna í bænum um „íslandsbikarinn", en þeim lauk þannig að félagið Fram varð hlutskarpast að þessu sinni. Sumarbluðið. Hingað til hefir ekkert eiginlegt íþrótta- blað verið til hér á landi, en nú mun rætast úr með það. I vor byrjaði að koma út blaS, sem nefndist Sumarblaðið, og standa að því ýmsir áhugasamir íþrótta- menn í Rvík. Ekki munu þeir ætlast til að blaðið komi út reglulega fyrst um sinn enda er nú ilt í ári, og erfitt að byrja á blaðaútgáfu. En við viss tækifæri, þeg- ar eitthvað sérstakt er á seiði í íþróttalífi höfuðstaðarbúa, kemur blaðið út, og er selt á götunum. Ef alt verður með feldu í íþróttamálum hér á landi getur varla liðið á löngu, áður en þörf verður á veru- lega útbreiddu íþróttablaði. Og ekkert væri eðlilegra en að bygt yrði ofan á þá undir- stöðu, sem lögð er í Sumarblaðinu. Hring'ferð. Hjalti Jónsson, formaður hins nýstofnaða ungm.samb. i Austur Skaftafellssýslu, var hér á ferð í byrjun júlímánaðar og með honum tveir aðrir ungir menn að austan. Ætla þeir félagar að leggja land undirfót og fara hring í kringum óbygðirnar, héðan um Borgarfjörð, Holtavörðuheiði, og siðan sem leið liggur yfir Norður- og Austurland heim i átthagana. Þetta er nýstárleg ferð og mjög lofsverð. Alt of fáir íslendingar hafa séð með eigin augum fegurð alls landsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.