Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 11
SKINFAXI 91 Rvæði sent nngmennafélagi Önfirðinga í ágúst 1915. Heill! ykkur félög, sem langar að lyfta landinu hœrra, og skreyta þess bú; en meinlegri heimskunnar húmblæju svifta úr huga, og glæða á fósturland trú. Háleitt er markið það, meinin þín græða móðurland kæra og hlúa að þér. Fagurt er starfið það, fjallið að klæða. Framtíðin launin í skauti sér ber. Gaman mun öldungi gráhærðum líta, glæsileg ungmenni samhuga öll, blómvendi einingar brosandi hnýta; en banvæna sundrungu rekna á fjöll. Því hún varð áðursvo mörgu að meinum ; menn hrakti ákveðnu takmarki frá. Hún fyrir samúðarandanum einum upprætist. Vinir! Það gleymast ei má. Lifið! Þið félög, sem langar að klæða landauðnahrjóstur í iðjagrænt skraut, og munkæra feðranna málið að græða, en mállýtum hverskonar ryðja á braut. Niðjum þá miðlið þér nýtasta arfi. Nöfn yðar ritast á ógleymisskjöld. Aldrei að víkja frá velferðarstarfi, veljið að merki á framsóknarskjöld. Iiristján G. Guðmundsson. Höfundur þessa kvæðis, Kristján G. Guð- mundsson er bóndi í Önundarfirði, en hamingjan hefir ekki orðið honum fylgi- sæl, því i 5j/2 ár hefir hann legið sár- þjáður af liðagigt. Eftir tiltölulega stutta legu, gerðu veikindi hans honum ómögu- legt að lesa og skrifa, og síðan hefir hon- uni því verið varnað þeirrar dægurdvalar sér til afþreyingar. En það sést í engu, þjáningar þessar hafi þrengt víðsýni hans eða deyfi vonarljós hans, og munu þó flestir láta bugast af minna. Okkur ungu mönnunum, sem höfum bæði hamingju og heilbrigði að hrósa, ætti að vera sálarþrek þessa sjúklings sönn fyrirmynd, þegar okkur óar við, að leggja út í erfið fyrirtæki eða verk, sem þörf eru þjóðinni. Einnig væri óskandi að erfið- leikar Kristjáns leiddu sem flesta til fylg- is við sjúkrasamlög eða almennar sjúkra- tryggingar, og áhugamenn í þeim efnunt til að beita sér fyrir slíku. J. Á. Guðmundsson Enn um þegnskylduna og ungmenna-lélögin. Fjórðungsstjóri U. M. F. í Sunnlendinga- fjórðungi, Steinþór Guðmundsson hefir rit- að grein í Skinfaxa, 6. tbl, sem á að vera stíluð á móti grein minni um þegn- skylduna og ungmennafél. Hann segist hafa átt von á grein minní fyrir löngu og að hennar hafi verið „full þörf“, en er þó óánægður með, fyrir höná þegnskylduvinnumanna, að eg skuli telja að ómöguleg sé, með nokkurri sanngirni, að flagga með vilja ungmennafélaganna, sem heild, í þeirri pólitisku deilu, sem ris- ið hefir, og rísa kann, út af þegnskyldunni. Ef hverjum og einum, og það ef til vill, miður vönduðum stjórnmálamanni, væri leyft að vaða inn i ungmennafélagsskapinn og teyma hann á þegnskyldunni út í „póli- tískar" þrætur, mundi það kveikja þann sundrungareld í félagsskapnum, sem seint mundi lægja. Þegnskyldumálið er fyrst borið upp á alþingi 1903, en þegar þingið vill ekkert sinna málinu, er það ráð tekið, að varpa þvi inn til ungmennafélaganna, og reynt að telja þeim trú um, að þeim beri, sam- kvæmt stefnuskrá þeirra að beita sér fyr- ir málið, því sé „borgið“ i þeirra höndumr og þeim einum hlotnist að bera það fram til sigurs. Félagsskapurinn tók málið til umræðu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.