Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI. 83 rannsóknarþrek, og helst vilja nærast á „blávatni andans“, hafa ekki viljað fylgja honum í þeim ferðum. I klungrum og ikrappaþýfi verður fótaburður fáksins stund- um svo djarfur, að hófaslögin greinast ekki af þeim mönnum, sem eru latsýnir. En á Ijúfustum kostum fer fákurinn, ;þegar hjarta skáldsins kemst við. Þá líð- ur hann léttilega eins og vorblær yfir Iblómvafðar grundir listarinnar. Svo mundi verða, ef æska íslands tæki honum opnum örmum og veitti honum ,hvíld frá erfiði lífsins eina stund. Hirðuleysi um marga okkar bestu menn (hefir legið i Iandi. Getuleysið hefir að nokkuru valdið, en deyfð þó meira. En þegar mikilmennið er horfið sjónum okk- ar, þá syrgjum við og sýtum. — Stephán ældist nú óðum. „Þótt þú langförull legðir Sérhvert land undir fót, Bera hugur og hjarta Samt þíns heimalands mót. Frænka eldfjalls og íshafs, Sifji árfoss og hvers, Dóttir langholts og lyngmós, Sonur landvers og skers. Yfir heim eða himin, Hvar sem hugar þin önd, Skreyta fossar og fjallshlíð Öll þín framtíðarlönd. Fjarst í eilífðar útsæ Vakir eylendan þín Nóttlaus voraldar veröld, Þar sem víðsýnið skín. Það er óskaland íslenskt, Sem að yfir þú býr, Aðeins blómgróin björgin, Sérhver baldjökull hlýr. Frænka eldfjalls og ishafs, Sifji árfoss og hvers, Dóttir langholts og lyngmós, ;Somir landvers og skers." Þetta er gullfallegt; — kveðið vestur í Klettafjöllum. Væri þessi maður leiddur af æskunni um æskustöðvarnar og fyndi samúðarylinn og vonbjartan skilninginn anda umhverfis sig. Nyti hann einnar andvöku við brjóst móðurjarðarinnar, á meðan vornætursólin greiddi honum gulln- ar hærur, — mundi hann þá ekki gefa okkur eitthvað, sem yrði okkur alveg tí- gleymanlegt, — eitthvað, sem yrði varan- legur dýrgripur í eigu allra sem mæla ís- lenskt mál. Júnas Þorbergsson. Heima og erlendis. Heimboöið. Jónas Þorbergsson bróðir þeirra fjár- ræktarmannanna Hallgríms og Jóns hefir dvalið í Winnipeg um nokkur undanfarin árin. Hann hreyfir nú við því, sem oft hefir áður komið til tals hér á Iandi, að okkur Austur-íslendingum væri sæmd og skylda að bjóða heim hinu mikla íslenska skáldi St. G. St. Enn hefir ekki orðið úr framkvæmdum, og nú stingur hr. J. Þ. upp á því að ungm.fél. beitist fyrir sam- skotunum. Væri það að vísu mjög æski- legt, en hefir þó nokkra annmarka. Að minni hyggju á St. G. St., ef hann kem- ur, að vera gestur allrar þjóðarinuar, en ekki nokkurs hluta hennar. Eru þá tvær leiðir til. Önnur, að ýms félög og ein- stakir menn, sem áhuga hafa á þessu máli, kjósi framkvæmdarnefnd til að standa fyr- ir fjársöfnun, sem tæplega mætti vera minni en 2500 kr., eða þá að þingið veitti fé til þessa heimboðs, næst er það kemur saman. Skinfaxi óskar eftir stutt- orðum bendingum um þetta efni. Daaahatur. Einstöku góðvinir blaðsins hafa stund- um minst á í brétum til ritstjórans, að við og við kendi óþarflega mikils kulda

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.