Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 12
92 SKINFAXl En |),-ið erindi átti þegnskyldumálið inn til ungmennatélaga að verða þar að þrœtu- -epli, og koma af stað verulegum skoðana- ■mismun. Félagsmenn voru samt svo gætnir, að deila ekki um málið opinber- lega, og væri full þörf á, að í því efni yrði framvegis gætt hinnar mestu varkárni, eftir að málið er orðið bitbein stjórnmála- manna. Þegar ungmennafél. sáu, að þau gátu -ekki orðið ásátt um málið innbyrðis, eða ráðið framkvæmd þess út á við, tóku þau hið eina rétta ráð, að vísa þegnskyldunni -á bug, þangað, sem hún kom frá í fyrstu. Nægilega skýr tillaga þess efnis var sam- þykt á sambandsþinginu síðasta. Ungm.- fél. sleppa þar öllum tökum á þegnskyld- unni, en þingið væntir þess, að félögin, af frjálsum vilja, komi „á hjá sér innbyrðis einum samvinnudegi“, til þess að starfa að einhverjum nytsemdarstörfum. Þó að svona löguð vinna kæmist á innan félags- skaparins, og unnið væri að sömu störfum og ætlast er til í þegnskyldunni, gat hún ekki kallast þegnskylda, heldur eitthvað annað, t. d. sjálfboðavinna, því að hún yrði leyst af hendi af eigin hvöt hlutað- eigenda, en eigi þvinguð með lagaskyldu. Enda hafa mörg félög stofnað hjá sér slíka -vinnudaga. Eg mun ekki rekja nákvæmlega allan Þann skoðanamismun, sem kann að vera jnilli okkar Steinþórs, en benda verð eg .á, að skilningur okkar á frelsishugsjón ungmennafélagsskaparins er gjörólíkur. Hann segir: „Og eg get ekki talið frelsis- hugsjón ungmennafélaganna fullnægt, fyr en þjóðin þorir að leggja á sig hvaða lög- helsi sem er, þegar þess er gætt, að hún Jeggur það sjálf á“. Eftir þessari kenningu Steinþórs eiga ung- xnennafélögin að stefna að því, að þjóðin þori í framtíðinni, að leggja á sjálfa sig hvert það „löghelsi" sem vera skal — háls- band, sem hverjum og einum stjórnmála- „prakkara“ dytti í hug að skella yfir þjóð- ina og teyma hana á út í hvaða ófæru sem vera skyldi. Það gerði ekkert til, ef hann getur aðeins blindað þjóðina svo i bili, að hún legði á sig „löghelsið" sjálf, þótt hún svo á eftir sæi eftir öllu saman- Ungmennafélögin stuðla til þess, að þjóð- in þroskist svo i verklegum sem andleg- um efnum, að hún verði ekki til neydd i framtiðinni að leggja á sig neinskonar helsi eða hlekki, sem tafið geta hana á tram- farabrautinni. Og félagsskapurinn hefir einmitt sýnt það, þessi fáu ár, sem hann er búinn að starfa, að hann vinnur í þessa átt. Hin margþættu fyrirtæki hans eru til þess að einstaklingnum gefist kostur á að velja um þau störf, sem honum eru hugleiknust, og hefir náttúrugáfur til að starfa að, án þess að á hann (einstakl.) þurfi að leggja á sig „löghelsi“ á borð við það, sem ætlast er til í þegnskyldunni. Vænt þykir mér um, að Steinþór er mér þó sammála í því, að öðrum á ekki að fela ungmennaf. mál á alþingi en þeim, sem skilja hugsjón ungmennafél., og vilja vinna eitthvað fyrir þau. Þegar við erum búnir að fá slíkan mann fyrir talsmann á alþingi, mun hann leita stuðnings ungm.- félaganna, til þess að koma áhugamálum félagsskaparins á framfæri. Þá fyrst er hægt að segja með réttu, að félögin geti haft áhrif á löggjafarstarf þjóðarinnar. Steinþór gerði tilraun í vetur til að komast eftir þvi, hve mörg ungmennatél. í Sunnlendingafjórðungi eru meðmælt þegn- skyldunni. Árangurinn af þessari tilraun segir hann vera á þessa leið: „Svörin voru misjöfn, en mjög mörg félög svöruðu ekki. Þrjú tjá sig mótfallin hugmyndinni“. Merkilegt er, að hann nefnir ekki eitt ein- asta félag óskift með þegnskyldunni. „Mjög mörg“ félög telja ekki þegnskylduna svo mikils virði, að þau geri sér far um að komast eftir, hvort félagsmenn eru með henni eða móti. Eg veit dæmi til, að ungmennafélagar, sem hlyntir voru þegnskyldunni í fyrstu,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.