Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 10
90 SKINFAXI. 1. Til i|>róHiimóls á Akureyri kr. 40,00 2. Til i'yrirlestrahalds meðal umf. — 40,00 3. Til U. M. F. Árroðinn (skóg- ræktarstyrkur) — 20,00 VIII. Kosnir i stjórn fjórðungsins: Form. Jakob H. Líndal framkvæmdar- stjóri, ritari Þórhallur Bjarnarson prentari, féhirðir Jóhannes Jónsson verslunarm. Þingvallafundurmn. Nokkru áður en að honum kom, var tnér orðið ljóst, að hann myndi ekki verða fjölsóttur. Mislingarnir breiðast nú út um <jll héruð og fjölmörg heimili, jafnvel heil- ar sveitir neyta allra bragða til að verjast þeim. Mannfundir allir eru því fásóttir og sumstaðar hvað kirkjum vera lokað og fólk rekið heim, þótt sækja vilji helg- ar tíðir. Þar við bættist svo, að allur þorri bænda var í kaupstaðarferðum með alla hesta sína, svo að hjúin og krakkarn- ir komust hvorki um straum né land. Bifreiðarnar halda margar kyrru fyrir, sök- um bensínskorts, en Reykvíkingar eru nú að öllu leyti upp á þær komnir. Veðrið eitt var ekki vant við látið. Óveðr- inu, sem var daginn áður, slotaði með kvöldinu. Eflir því sem á leið nóttina, Lirti æ betur og betur og með morgnin- um rann upp einn af þessum sólfögru júnídögum, sem í sumum árum eru svo sjaldgæfir hér sunnanlands. Það eitt var nóg til þess, að engan sem þangað kom niun hafa iðrað fararinnar. Leiðsaga séra Magnúsar Helgasonar naut sín vel í því veðri. Hann benti oss á fjallahringinn og skýrði frá nöfnum á öllum hnúkum og tindum, snéri sér siðan að þingstaðnum, skýrði frá staðháttum og minti á atburði. Leiddi oss með örum skrefum yfir minn- ingarlöndin og brendi helgi staðarins inn i sálir vorar. Helgi minninganna um þjóðfremd og isaangöfgi, en einnig minn- ingar um brugðnar bensigðir og um ves- aldóm myrkari tíma, svo sem t. d. við Drekkingahyl og galdrabrennugjána. Hygg ég, að þeir sem ei höfðu séð Þingvöll áð- ur, kunni séra Magnúsi ekki hvað síst þakkir fyrir erindi hans. Allir hlýddu á með slíkri athygli, að vart mun betur hafa verið, þá er fræknir garpar sögðu á þess- um stöðvum frægðarsögur úr víkingu. Virtist mér ánægjulegt bros leika um var- ir margra ungmenna, er bent var á stað- inn, þar sem Gunnar mætti Hallgerði og þau settust niður til að trúlofast, en ekki vissi ég til að neinn yrði til að feta í fótspor þeirra í þetta sinn. Ánægjuspjöll eigi alllítil urðu að því, að fólk það sem austan að kom, kom ekki fyr en að loknu erindi séra Magnúsar. En vestanmenn margir voru þá teknir að þreytast og tóku að búa sig til brottfarar fyr en skyldi. Varð því litið um kynningu þeirra er eigi þektust áður. En ekki var ég nærri ferðbúinn þegar samferðafólk mitt neyddi mig til að stíga á hestbak um miðaftansbil. En varð samt að yfirgefa þenna Þingvallafund, með þá ósk i brjósti, að ei þyrfti að líða á löngu áður mér gæfist kostur á að vera á öðrum fundi nngmennafélaga á Þingvelli, miklu fjöl- sóttari og innilegri en þessi var. Eg er sannfærður um, að sú ósk mín á sér varla langan aldur. Allir sem þar voru staddir í þetta sinn munu vilja gera sitt til þess. Ég er viss um, að þessi sam- verustund, þótt stutt væri, hefir orðið til að marka kjörorð ungmennafélaganna „Is- landi alt“ skýrari stöfum en áður stóð það, á fleiri skjöldu en minn. Og þó við vær- um ekki nema 80, þá vorum við þó öll komin í sama tilganginum. Komin um langa vegu, til að opna hjörtu vor í helgi- dómi íslensku þjóðarinnar. Ég hika því ekki við að telja betur farið en heima

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.