Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 14
94 SKINFAXI ZÞorsteinn á Drnmljoddsstöðnin mun hafa geíið fjórðungsstjórn Sunn- lendinga vilyrði fyrir að fara fyrirlestra- ferð um Borgarfjörð og Mýrar i vetur. A# vewtan. Hér vestra er sambandsfélagatalan að smáaukast; það gengur hægt og sígandi, eins og sjálfur lífsþroskinn og er mér það gleðiefni, því mér finst það lofa meiri þraut- seigju og langlífi, en það verða að vera sterkustu afltaugarnar í hverju félagslífi. Eitt nýtt félag hefir bæst við í félags- heildina með 42 meðlimum. Það er stofn- að fyrir rúmu ári og á heima í Dölum i Arnarfirði. Nafn þess er „Skjöldur“ og formaðurinn heitir Ingvaldur Benediktsson. Eg veit um 3 önnur áhugasöm og starfs- fús félög hér vestra, sem bætast munu við áður langt um líður: U. M. F. „IIuld“ á Langadalsströnd og ■U. M. F. „Von“ á Rauðasandi, sem bæði hafa húsbyggingar á prjónunum — þau fyrstu er í slíkt ráðast hér og U. M. F. á norðurströnd Arnarfjarðar, sem nýlega er stofnað. B. G. Þar gem einstöku félög hafa kvartað undan þvi, að bréf frá fjórðungsstjórninni hafi ekki komið til skila, þá tilkynnist hérmeð, að með póstum þeim, er fara frá Reykjavík 18. og 20. júlí, verða þingtíðindin send, ásamt umburðarbréfi til allra félaganna í Sunnlendingafjórðungi. Berist einhverju félagi ekki bréf með greindum pósti, er það beðið að gera kvörtun strax, svo bót verði á ráðin. Utanáskrift er nafn félags- ins ásamt sveitar og sýslunafni. Sé það ekki nægileg utanáskrift, eru félögin beð- in að tilkynna fjórðungsstjórn það. Utan- áskrift fjórðungsstjórnar er: Stjórn Sunnlendingafjórðungs U. M. F. I. Pósthólf 236. Reykjavík. Íþróttauámsskeið Sunnlendingafjórðungs verður haldið 12.—26. okt. í haust. Umsóknir um þátt- töku sendist fjórðungsstjórn fyrir 25. sept. Dessl félög: hafaj ennfremur sent skýrslu og skatt til fjórðungsstjórnar Sunnlendinga; U. M. F. Skarphéðinn, —„— Stafholtstungna, — Samhygð, — „ — Drífandi, — „— Hekla, — Bláfjall, — „— Kennaraskólans. —„— Dagrenning, — „— Framsókn, — „— Skeiðamanna, —Drengur, — „— Dagsbrún í Landeyjum, —„— Egili Skallagrímsson. Þeirra félaga verður eigi getið í Skin- faxa, sem skil gera úr þessu, en að af- loknu fjórðungsþingi, verður þeirra fé- laga getið, sem þá hafa eigi gert skil. Fjórðungsstjórnin. Þessi félög eiga enn ógreiddan skatt fyrir 1916 til fjórðungsstjórnar Sunnlendinga: U. M. F. Bláfjall, — — — Garðarshólmi, — — — Skjaldborg, — — — Svanurinn, — — — Baldur. Tvö hin síðastnefndu hafa heldur ekki sent skýrslu. Héraðssamband í A.-Skaftafellss. I vor stofnuðu fjögur ungmennafélög héraðssamband hjá sér í A.-Skaftafells- sýslu. Félögin hétu: Valur, Máni, Vísir og Framsókn. Tvö hin síðarnefndu gengu i Samb. U. M. F. í. um leið. Félagatal um 120. í héraðsstjórn voru kosnir: Formaður Hjalti Jónsson á Hoffelli, ritari Bjarni Guðmundsson Höfn og gjaldkeri Kristján Benediktssun Holtaseli.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.