Skinfaxi - 01.01.1922, Page 2
2
SKINFAXI
ur, sem menning er þar meiri. Víða eru
félögin nú búin að læra af reynslunni,
hvernig bezt verður hagað störfunum,
svo að vel farnist, það urðu þau
eðlilega að gera. Þau hafa því hægfara
tekið nokkrum breytingum í ytra útliti,
verða ætíð að gera það, ella myndi þau
brátt daga uppi, en andinn er sami, stefn-
an hefir ekki breyzt.
Þess hefir orðið vart, að einstöku menn,
hafa talið það merki um afturför- ef fél.
hafa, á fundum sínum, jafnframt því, er
þau sinna alvarlegu störfunum, varið nokkr-
um tíma til skemtana og gleðileika. En
þeir menn, sem ekki skilja það, að ung-
mennafélögin eiga, og verða ætíð, að vera
heimkynni gleðinnar, að gleðin er æskunni
jafn nauðsynleg, sem lífinu ljós sólarinnar,
þeir menn eru vissulega of gamlir í anda,
til þess, að taka þátt í ungm.fél. hvaða
ár sem þeir nú annars eru fæddir í þenn-
an heim.
Þá hafa heyrst einstakar raddir um það,
að á síðustu árum séu strjálli fundahöld
og minni verklegar framkvæmdir í sumum
fél. en áður tíðkaðist og að það beri vott
um deyfð og hnignun. En þetta er, al-
gerlega röng ályktun, sem stafar
beinlínis af þekkingarleysi á félögunum,
og aðstöðu þeirra, og algerðu skilnings-
leysi á erfiðum hag þjóðfélagsins. Þeir
menn, sem kunnugir eru sveitum landsins,
eða þekkja staðháttu alla og örðugleika
þá, sem óhagstætt veðurfar, dýrtíð og
mannfæð, hefir valdið hin síðustu árin, þeir
undrast ekki né æðrast, þótt ungmenna-
félögin leitist við, að fara hyggilega að
ráði sínu, og sparlega með tíma og fé.
Heill og heiður hverjum þeim, er hefir
þroska til þess.
Astæður sveitanna hafa víða gerbreyzt
á síðustu árum, en ef dæma skal af nokk-
uru viti um menn, eða málefni, þarf vit-
anlega til þess gætni og fulla þekkingu á
því sem dæma á.
Ungmennafélögin hafa útbreiðst, jafnt
og stöðugt, hröðum skrefum, hin síðustu
IO árin, þau lifa góðu lífi í sveitunum,
þótt vera kunni, að þau hafi lægra, en
þau höfðu sín fyrstu ár. Nú hafa þau
myndað sér sæmilegan farveg og freyða
því ekki lengur út yfir bakkana. Ungm.fél.
munu eflast og blómgast á komandi tím-
um landi og lýð til blessunar.
Skinfaxi hefir verið, og hlýtur einnig
framvegis að verða, einn af nauðsynlegustu
máttarviðum félaganna. Vegna samgöngu-
örðugleika og strjálbygðar landsins, er
blaðið þeim lífsskilyrði. Þaö á að vera
fararskjóti fagurra framtíðardrauma og göf-
ugra hugsjóna, sem þróast í instu afdöl-
um, og beina þeim flug um breiðar lands-
ins bygðir, til yztu andnesja.
Það er heitasta ósk Skinfaxa, að fá að
flytja orku og æskugleði uppvaxandi kyn-
slóðar, milli hinna fjarstu félagsdeilda. En
til þess, að hann fái þá ósk sína uppfylta,
verða félagsmenn að bera umhyggju fyrir
honum og senda honum við og við fregn-
ir af því, sem þeir hugsa, sjá eða fram-
kvæma fegurst og bezt En þeir veröa
einnig aö greiða götu hans víöa vegu,
með ötullegri útbreiðslu. Loks þurfa þeir
að muna þaö, aö sannur ungmennafélagi
finnur það eina af sínum heigustu skyld-
um, að gjalda hverjum það er ber, og
standa í skilum við alla.
Skinfaxi treystir því, eð enginn ung-
mennafélagi gleymi þessum skyldum, mun
hann því hefja för sína á nýárinu, ókvíð-
inn og öruggur, um góðar viðtökur, hjá
vinum og vandamönnum sínum. Óskar
hann öllum ungm.fél. gleðilegs nýárs og
þakkar liðnu árin.
Samkvæmt óskiftum vilja síðasta sam-
bandsþings U. M. F. í. mun sambands-
srjórnin kappkosta, að gera Skinfaxa sem
bezt úr garði eftirleiðis. Hún hefir þegar
trygt blaðinu stuðning nokkurra ágætis-
manna, er munu rita í það framvegis,
um áhugamál ungm.félaganna. En sam-