Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1929, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1929, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 Ferð gegnum Siljansdali. I*'rli. Þar kofnum við til barnakennarans og konu hans. Tóku þau okkur ágætlega, sögðu okkur ýmislegt um háttu og siðu þar i Dölunum, meðal annars sögðu þau okkur drauga- og kynjasögur, sem nýlega höfðu gerst þar uppi. Þær sýna, að forinju- og draugatrú er þar ennþá lifandi. Sýndi kennarinn mér einnig landafræði, seni hætt var þá að kenna í skólanum. Var þar mynd frá íslandi. Myndin var áf hesti með reiðing, og lik- kista bundin ofaná, var hann á harða stökki. Eftir riðu tveir menn með hunda í harða fleng. Daginn eftir ákváðum við að fara lengra fram dal- inn, upp til sveitaþorps eins, sem liggur þar uppi á há- lendinu, og sjá skógarhöggið og trjáflutninginn á leið- inni. Til þorpsins var hálf þriðja dagleið, og engir bæir á milli. Mestur hluti leiðarinnar voru vegleysur gegnum dimma skóga. Þótti fólki það næsta ískyggilegt fvrir okkur, að leggja út i slíka ferð. Við bjuggum okkur út með mat til þriggja daga, te, eldspítur, bolla, skaftpott og ullarteppi. Áhöldin fengum við lánuð hjá kennaran- um. Jukust nú heldur byrðar okkar. Bar eg „eldhúsið,4 en félagi minn „svefnherbergið". Skamt fyrir framan þorpið komum við að bæ einum. Húsbóndinn var gam- all maður, skynsamur og skemtilegur og fróður um marga hluti. Hafði hann lesið íslendingasögur þær, sem til eru þýddar á sænsku, og þótti þær mjög skemti- lagar. Sagði hann, að sig hefði lengi langað til að fræöast meir um ísland. Varð hann því mjög glaður yfir að hitta íslending. Spjölluðum við lengi við karl, og bað hann mig að skrifa nafn mitt og íslenska vísu í bók, sem hann kom með. Sonur bónda var listamað- ur, eins og margir Dalakarlar, og hafði hann málað mörg lagleg málverk úr sveit sinni. Um kvöldið kl. 6 fórum við af stað, og komum að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.