Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1929, Side 6

Skinfaxi - 01.01.1929, Side 6
6 SKINFAXl litlum kofa, seni nokkrir skógarhöggsmenn voru i, kl. 9 utn kvöldið. Kofi þessi var, eins og flestir skógarkofar, lftill og hlað- inn úr trjám. Hlóðir voru á palli á miðju gólfi, og stromp- ur yfir. Á þeim matbjuggu þeir og hituðu k'affí. í öllutn hornunum voru trépallar, sem mennirnir sváfu á, 4 á hvor- um. Undir sér höfðu þeir eitt geitarskinn, og yfir sér ull- arteppi. Annar var ekki rúmfatnaðurinn. Verstur var reyk- urinn í kofanum, og gátum við varla haldist við inni, er þeir voru að brasa fyrir sig, en ekki virtist reykurinn gera körlunum mein. Við sváfum á einum pallinum hjá tveim öðrum, og lánaði aniiar kaiiinn okkur sitt skinn, til að liggja á um nóttina, en lá sjálfur á berum pall- inunt. Heldur fanst okkur samt hvílan hörð. Daginn eftir fóiutn við snemnta af stað, og gengum allan daginn til kvölds. Komum við þá að kofa, í honum voru tnarg- ir flotamenn, kátir og fjörugit Vermlendingar, eins og þeir eiga kyn til. Vermlendingar eru taldir mjög glað- lyndir. Heldur voru þeir þó stórbrotnir og svakalegir, og sjaldan hefi eg heyrt eins oft og hraustlega blótað, og þá er þeir voru farnir að spila peningaspil um kvöldið. Hélt eg jafnvel, að þeir myndu á hverri stundu risa á fætur, til þess að slást með silðurhnífum sinum er þeir báru við belti sín, því sænskir skógarhöggs- menn eru þektir fyrir að vera fljótir að taka til hnifs- ins ef á móti þeim er gert. Það gerðu þeir þó ekki í þetta sinn. Sofnuðum við fljótt, þrátt fyrir háreystina, þvi við vorum mjög sifjaðir og þreyttir eftir gönguna. Þjóðlegir voru karlarnir, og buðu óspart upp á kaífi. Áður en við fórum um morguninn bað eg formanninn að selja okkur eitt brauð, því að við vorum orðnir mat- arlitlir. Ekki vildi hann taka á móti neinni borgun fyrir það, hann sló útfrá sér höndunum og sagði, „nei, atid- skotinn, ekki fer eg að selja einn kjaftbita“. Við héldum nú áfram ferð okkar. Mættum við nokkr- urn flotamönnum, sem voru á ferð niður ineð ánni, voru þeir með langar stengur, er þeir notuðu til þess að stjaka

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.