Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1929, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.01.1929, Qupperneq 8
8 SKINFAXI skemtilegur, og kunni margt að segja frá ferðum sínum eins og allir umferðasalar. Þó að ferðalag þetta væri erfitt með köflum, marg- borgaði það sig. Það getur enginn gert sér í hugarlund, nema sá, sem hefir reynt það, hve einkennilega góð og skemtiieg áhrif það hefir á mann, að vera nokkra sól- arhringa á ferð gegnum þessa óendanlegu skóga, fjarri mannabygðum, einn síns liðs, eða með samhentum fé- laga, og upp á engan kominn. Og ánægjan af þeirri skemtun, sem mest er fyrir haft, er oftast mest, og varir lengst. Daginn eftir kvöddum við Dalina, sem fyllilega höfðu fylt þær vonir, sem eg hafði gert mér um þá. Við stigum á lestina, og þutum af stað á leið til Stokkhólms. — Ritað 1 Tröð i Öndverðum nóvemberinánuði 1928. Guðlaugur Rósinkranzson. Skinfaxi. Skinfaxi, málgagn Ungmennafjeiaga íslands er gefinn út á ísafirði. — Ritstjóri er Björn Guðmundsson, kenn- ari að Núpi. Afgreiðslu og umsjá með útgáfunni hefir Guðmundur Jónsson frá Mosdal. — Til hans má senda allt efni í blaðið, og annað það er blaðinu við- kemur. Bóksöluverð blaðsins — 8 hefti á ári — er 3 krónur, en til sambandsfjelaga aðeins 1 kr. 50 aurar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.