Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 9
SKINFAXI 81 tóbaks, og rætt um bindindi frá öllum hliðum. Þar að auki liafa félagar flutt erindi um bindindismál á heimsóknarfundum til annarra félaga. Eg er þess full- vís, að í þessum málum hefir U. M. F. E. unnið meira en bindindisfélög þau, er starfað bafa liér samtímis því. Löggæzlu- og dónmefnd félagsins liefir einræðis- vald á sínu sviði. Lög félagsins ákveða bætur fyrir lagabrot, frá áminningu að burtrekstri, en annars lief- ir nefndin óbundnar liendur innan þessarra takmarka. Það gæti einliver hugsað, að í jafn mannmörgu fé- lagi og U. M. F. E., sem starfar i sjávarþorpi, liefði löggæzlu- og dómnefnd talsvert að gera, en svo hefir þó ekki verið; störfin liafa verið lítil og lélt og hafa ávalt borið góðan árangur.“ Bókasafn. — Um það skrifar Iugimar Jóbannes- son: „U. M. F. E. bafði lengi langað til, að koma upp bókasafni. Þó var ekki ráðizt í það stórvirki, fyr en siðustu ár. Fyrstu tildrög voru þau, að á útmánuðum 1926 sendi Aðalsteinn Sigmundsson bókaböggul, lið- lega 160 króna virði, inn á fund og kvaðst gefa bæk- urnar væntanlegu safni, ef aðrir vildu gefa band á þær. Var þá kosin nefnd til þess að koma safnstofn- un í framkvæmd. Tók hún þegar að safna gjöfum, bæði bókum og peningum. Gáfu félagar rausnarlega og nokkrir utanfélagsmenn einnig. Mest var gefið af bókum; voru sumar lesnar, en engar skemmdar. Stærstar gjafir voru 70—300 króna virði, nokkrar 30—50 kr. og margir gáfu 5—15 kr. virði. Safnið var opnað fyrir félaga í apríl 1927, en fyrir almenning i des. 1928. Það er mikið notað og greiða notendur því árgjöld. Útlán eru einu sinni i viku. Nokkrar tekjur hefir safnið fengið af blutaveltum. 1 árslok 1929 var það 537 bindi, virt á kr. 2064,21. Saga þessa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.