Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 10
82 SKINFAXI máls er gott dæmi þess, hvað æskumenn getci, ef þeir vilja.“ Iþróttir. — Fél. hefir haldið tvö íþróttanámsskeið 1920 og 1925. Fimleikakennslu liefir það haldið uppi sjö vetur, oftast í einum flokki, stundum tveimur og einn velur þremur (karlar, konur, drengir). Glímur liafa verið æfðar reglidega fjóra vetur og jafnan ýms- ar íþróttir aðrar. Fél. hefir flest ár sent keppendur á íþróttamót að Þjórsártúni, og hlaut l'lesta vinninga 1924. Það hefir styrkt sjö félaga til íþróttanáms utan þorps. Fél. á dálítið af fimleikatækjum og íþrótta- áliöldum. Er mest af því gjöf frá íþróttaflokki þess 1925. Fimleikakennari hefir verið Ingimar Jóhannes- son. Heimilisiðnaður. — Fél. liefir lialdið 5 námsskeið í körfugerð, hrosshársvinnu o. þh., 1 í tréskurði og eitt i kvennlegum liannyrðum. Það liefir gengizt fyr- ir þremur iðnsýningum fyrir Eyrarbakkahrepp og átt frumkvæði að tveimur héraðssýningum fyrir Ár- nes- og Rangárvallasýslur. Annars skal hér visað í 3. h. Skinfaxa þ. á. Ræktun. — Félagið hefir gefið Þrastaskógi kr. 73.00. Voru það samskot frá félagsmönnum. — Tvö síðustu ár liefir fél. stundað garðrækt. 1928 lánaði Bergsteinn Sveinsson því 450 m2 garð, án endurgjalds. Var garð- inum skift í 20 m2 skákir, er félagar tóku að sér að rækta. Var ræktað þar ýmiskonar kálmeti og jarð- epli, og htið eitt af blómum. 1929 tók félagið allstór- an garð á leigu. Unnu félagar þegnskapárvinnu að ræktun hans. Fengust kr. 130.00 fyrir jarðepli úr hon- um í liaust. Auk ]>eirra var ræktað þar marghreytt kálmeti. Komið var upp vermireit i garðinum, og áttu félagar kost á, að fá úr lionum ýmiskonar græn- metisplöntur. Einnig lét fél. menn fá fræ. Garðyrkju- kennsla l'ór fram á vegum þess vorin 1928 og ’29, og kennsla í matreiðslu garðjurta síðsumar ’27. Á Eyr-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.