Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 4
76 SKINFAXI Aðalsteinn Sigmundsson er fæddur í Árbót í ASaldal 10. júlí 1897. Lauk kennaraprófi 1919. Skólastjóri á Eyrarbakka 1919— 1929. Starfaði í U. M. F. Akureyrar, Geisla í Aðaldal og Kenn- araskólans. Formaður U. M. F. E. 1920—’23 og 1928—’29. í stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins 1922—’27. Hefir setið öll sambandsþing U. M. F. í. síðan 1921. Auk þessara tveggja aðalstraumbrjóta U. M. F. E. verður eigi hjá því komizt, að geta þriggja, er gengu í félagið á stofnfundi og jafnan hafa staðið í fremstu röð félagsmanna og standa enn: Jakobína Jakobs- dóttir (f. 22. maí 1877, kennari við barnaskóla Eyrar- bakka síðan 1919), liefir stundum verið í félagsstjórn og öll árin starfað með yngri deild. Sigurður Krist- jáns kaupmaður (f. 26. febr. 1896) befir oftast setið í stjórn eða varastjórn félagsins, var lengri form. dómnefndar þess, en er nú formaður þess og belzti áhrifamaður. Vigfús Jónsson (f. 13. okt. 1903) befir selið lengst allra manna í stjórn félagsins; var gjald- keri þess 1923—1929, og mun betri fjárreiðumaður og starfsmaður í félagi torfenginn. Freistandi er, að nefna nöfn ýmsra fleiri kvenna og manna, er haft hafa forystu í U. M. F. E. á ýms- um tímum og í ýmsum málum. En rúmið leyfir slíkt ekki, enda „þýðir ekki að þylja nöfnin tóm, og þjóðin mun þau annarsstaðar finna“. Félagsrnenn. — Alls hafa gengið í fél. 275 menn. Nú eru félagsmenn 147, og eru 2 þeirra lieiðursfélag- ar. Af núverandi félagsmönnum eru 14 eldri en 30 ára, 51 yfir tvítugt, en 32 eru í yngri deild. Sézt á þessu, að fél. er sannnefnt ungmennafélag. —- 5 fé- lagar liafa dáið, allt kornungt fólk og mannvænlegt. Fél. gaf silfurkrossa til minningar um tvo þeirra, en lagði blómsveiga á kistur þriggja. Fundir. — Félagið hefir haldið 215 fundi alls. Af þeim hafa 37 verið sameiginlegir fyrir báðar deildir, 85 í eldri deild og 93 i yngri deild. Jafnaðartala 21,5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.