Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 16
88 SKINFAXI leiki. Tvísöngva sungu tvær telpur (Sólsetursljóð), og tveir drengir (Friðþjóf og Björn), og flokkur söng noklcur lög. Deildarbörn frömdu þarna sjálf allt, er til skemmtunar var liaft, og býsna mörg þeirra komu fram, því að sneitt var sem mest hjá því, að nokkur kæmi fram í fleiri en einum dagskrárlið. Auðvitað voru fullorðnir þeim lijáþjlegir við að æfa glimu, söng og leiki. — Allar skemmtanir deildarinnar, — þær voru ein eða tvær á vetri, og eingöngu börn á þeim, — voru líkar þessu að fjölbreytni og því, að börnin skemmtu þar jafnan sjálf. Uppeldislegt gildi }>essarar starfsemi ætti að geta verið allmikið. Börn æfast þarna í að beita kröft- um og hæfileikum, læra að vinna saman í félagi og gera kröfur til sín, en heimta ekki af öðrum. — Starfsaðferðir y. d. U. M. F. E. voru hinar sömu og frjálsu skólanna úti í heimi. Og við, sem á bak við stóðum, höfum sömu sögu að segja og þaðan berst, um glæsilegan árangur frjálsra starfsaðferða, meðal sjálfráðra og sjálfbjarga barna. Eg get ekki stillt mig um, að segja litla sögu í þessu sambandi: Börnin i y. d. gerðu töluvert að þvi, að leika stutl samtöl og smáleiki á fundum sínum. Að þvi kom, að hörgull fór að verða á sliku efni. Þá datt einliverju barnanna það snjallræði í hug, að þau gætu alveg eins samið leiki sjálf, eins og fengið þá hjá öðrum. Enginn efaðist um, að þetta væri satt, og þau tóku að semja. Eg skal ekki halda því fram, að allt, sem þá varð til, hafi verið ómengaður skáld- skapur. En að því var unnið með ósviknum áliuga, og það vakti meiri fögnuð, er það kom á sjónar- svið, en Iiáfleygasta speki liefði gert. — Þegar unglingar koma upp i eldri deild U. M. F. E., 14—15 ára gamlir, eru þeir tamdir í félagshegð- un og félagsstörfum. Þá gerast þeir hluttakendur í ábyrgð og erfiði framkvæmdamála félagsins. Og þeg-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.