Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 19
SKINFAXI 91 eins gáfaðasta, besla og glaðasta ungmennis, sem við höfum nokkurn tima kynnst, og óskum þess að ung- mennafélögin ættu marga hennar líka. Vigdis var fædd 12. sept. 1904 og var fósturdóttir Gísla Péturssonar héraðslæknis. Ingimar Jóhannesson. Álit á U. M. F. E. (Höf. þessara lína, Jón Einarsson hreppsstjóri og fyrv. odd- viti, er einn merkasti maður eldri kynslóðarinnar á Eyrar- bakka. llitstj. hefir þvi leitað álits hans á U. M. F. E.). Eg vil leyfa mér að þakka ritstjóra þessa blaðs fyrir til- mæli hans um að eg léti með nokkrum orðum í ljós skoðun mína á þýðingu U. M. F. Eyrarbakka fyrir æskulýð þorpsins og þorpið yfirleitt. Mér er ánægja að verða, að svo miklu leyti sem eg get, við þessum tilmælum, fyrir þá sök, að mér hefir alltaf verið mjög Ijóst, hve geysimikið við eigum þessum félagsskap að þakka. Um nokkurra ára skeið hafði allmikil kyrrð ogjafnvelhættu- leg andleg deyfð lagst yfir flest ungt fólk hér. Þvi fylgdi ekki aðeins kyrrstaða i athafnalífinu, en einnig margskonar óregla og hættulegur hugsunarháttur. Drykkjuskapur jókst og mjög bar á smásálarlegum deilum manna á milli, sem skað- legar voru vexti þorpsins. Eftir komu Aðalsteins Sigmundssonar kennara, til Eyrar- bakka, gerðist víða mikil breyting til batnaðar. Hann ruddi œskulýðnum braut í gegnum hættulegar venjur, og benti hon- um á glæsileg verkefni. Hann leiddi unglingana út úr búðun- um og út í náttúruna. Með þessu tókst honum smám saman að undirbúa jarðveginn undir stofnun ungmennafélagsskapar. Með aðstoð nokkurra ungra manna og kvenna gat liann svo komið á fót U. M. F. E., sem um þessar mundir er að halda hátíðlegt 10 ára afmæli sitt. Eitt af fyrstu verkefnum félagsins var lierferðin gegn drykkjuskapnum. Árangurinn varð brátt geysilegur. Algert vínbindindi var skilyrði fyrir upptöku i félagið. Tóbaks- bindindi mun félagið einnig hafa liaft á stefnuskná sinni, og orðið nokkuð ágengt. Félagið blómgaðist skjótt. Menn, sem áður héngu fyrir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.