Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 21
SKINFAXI 93 Engum stundin leiíSist löng, léttar mundin vinnur. Löngum undir sagna-söng sveitahrundin spinnur. Stálið óðar þróttar þungt, þrumulagi kveður. Málið góða, alltaf ungt, allan bæinn gleður. Og enn segir hann: Saman bekkjast kona, karl, kvæðamanninn heyra, gaman ekkert prúðan pall prýðir annað meira. Ekki átti eg því láni að fagna, að vera uppalinn við slíkan kveðskap, sem gamla fólkið lýsti svo fagurlega, og geymdi í gleði og þraut, með sínum fegurstu og kærustu endurminn- ingum. Kvöldvöku-söngurinn merkilegi var þá, þvi ver, lið- inn undir lok, þar sem eg ólst upp. Til voru þó forkunnar raddmenn þar um slóðir, en söngur þeirra var allur með öðru móti og nýju sniði, og er það sízt að lasta, en óneitanlegq hefði það verið gaman að heyra Sig- fús á Bragðavöllum, eða þá bræðurna Ólaf og Svein i Kambs- hjáleigu, „tenóra“ þróttmiklar garparimur á kvöldvökum. — Aftur á móti heyrði eg oft eldra fólk raula ýms kvæðalög við vinnu sína. Var það cins og daufur endurómur af hinni glæsi- legu kveðskaparöld. Þó að rímna-söngurinn sé hjáliðinn, verða kvöldvökurnar alltaf meðal minna kærustu endurminninga. Þegar utandyra- vinnu var lokið, peningur allur kominn í hús, búið að gefa og brynna, settust allir að í baðstofunni. Þá fékk innandyra- vinnan nýtt líf og fjör, undir sagnalestri föður míns og ann- arra. Síðar var ég á mjög fjölmennu heimili, Hafranesi í Reyðar- firði, þar sem hálfur fjórði tugur heimafólks sat að vinnu kvöld eftir kvöld á vetrum og hlýddi á sagnalestur. Og enn get eg heyrt hina allt um hljómandi þrumurödd Guðmundar Einarssonar, áður bónda þar. Málrómur hans var svo mikill og sterkur, að hann yfirgnæfði leikandi hinn margvíslega vinnuklið og fyllti hina gríðarstóru baðstofu, svo að hvert orð heyrðist glöggt stafnanna á milli. Þar var margt ósvikið handarvik unnið á kvöldvökunni: Handa allra milli má margvíst skoða tóvið,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.