Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 24
96 SKINx'AXI Vikivaki. (Kvæði þetta gaf varaform. U. M. F. E. félaginu á vikivaka- námsskeitii þess 1929. Lag: Máninn hátt á himni skín). Frjálsan, léttan, fagran dans frani á sléttan völl sterklega við stígum; stynja grundir, fjöll. Bylur bára við sand, blika Ránar tjöld. Allan taka Eyrarbakka æskunnar völd. Stigu áður álfar dans, undir kváðu ljóð. Nú eru vikivakar að vinna okkar þjóð. Bylur bára við sand o. s. frv. Glatl er oft í góðri sveit, giymur loft af söng; tökum allir undir Islands kvæða föng. Bylur bára við sand o. s. frv. Fagurt æsku félagslíf, frjálst og græskulaust, bæfir svanna og sveini, sem eru glöð og liraust. Bylur bára við sand o. s. frv. Stígum fram og strengjum lieit, slokkinn ramma á, að við skulum alla okkar krafta ljá vorri vaxandi ]).jóð, verja okkar land. Eyrai’bakka yrkja og græða ógróinn sand. Þ. G.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.