Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 15.03.1930, Side 24

Skinfaxi - 15.03.1930, Side 24
96 SKINx'AXI Vikivaki. (Kvæði þetta gaf varaform. U. M. F. E. félaginu á vikivaka- námsskeitii þess 1929. Lag: Máninn hátt á himni skín). Frjálsan, léttan, fagran dans frani á sléttan völl sterklega við stígum; stynja grundir, fjöll. Bylur bára við sand, blika Ránar tjöld. Allan taka Eyrarbakka æskunnar völd. Stigu áður álfar dans, undir kváðu ljóð. Nú eru vikivakar að vinna okkar þjóð. Bylur bára við sand o. s. frv. Glatl er oft í góðri sveit, giymur loft af söng; tökum allir undir Islands kvæða föng. Bylur bára við sand o. s. frv. Fagurt æsku félagslíf, frjálst og græskulaust, bæfir svanna og sveini, sem eru glöð og liraust. Bylur bára við sand o. s. frv. Stígum fram og strengjum lieit, slokkinn ramma á, að við skulum alla okkar krafta ljá vorri vaxandi ]).jóð, verja okkar land. Eyrai’bakka yrkja og græða ógróinn sand. Þ. G.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.