Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 22
94 SKLNFAXI banda karlsins fléttu frá, frain í voðar Jiófið. (E. B.). í kauptúnum og borgum fer mest eða 511 þessi þjóðlega og fróðlega heimilisánœgja fyrir ofan garð og neðan hjá hinni uppvaxandi kynslóð. Þvi finnst mér sú hugmynd afar snjöll, sem Aðalsteinn Sigmundsson kom í framkvæmd, meðan liann var kennari á Eyrarhakka, nefnilega sú, að búa til baðstofu- kvöld með gamla laginu, fyrir börn og fullorðna. Naut liann þar aðstoðar samhendra ágætismanna og kvenna þar á Bakk- anum. Eg varð þeirrar ánægju aðnjótandi siðastliðinn vetur, að vera boðsgestur á tveimur slíkum baðstofukvöldum á Eyrar- bakka. Fyrri kvöldvakan var haldin fyrir börn innan ferin- ingaraldurs, í barnaskólahúsinu. Varð ég bæði hrifinn og hissa, þegar ég kom utan úr kafaldinu, inn í hlýja og bjarta skólastofu. Þrír tugir barna sátu hvert með sitt verk og unnu af mesta kappi, en kennarar og börn skiftust á um að lesa upphátt sögur og kvæði. Kveðið var þar einnig. Vinnan var ýmiskonar nytjaverk, svo sem tréskurður, prjón, saumur, neta- hnýting, þóf o. fl. Að verkinu loknu sungu börnin nokkur lög, og siðast var lesin bæn og sunginn sálmur. Fór allt þetta fram á fagran, göfgandi og menntunarríkan hátt. Þessi baðstofukvöld voru haldin við og við, allan veturinn. Seinna baðstofukvöldið, sem ég var á, var haldið í sam- komusal U. M. F. Eyrarbakka. Voru þar saman komnir átta tugir manna og kvenna á ýmsum aldri; börn voru þar einnig. Hafði þar hver sitt verk að vinna, en ýmsir skiftust á um að lesa og kveða. Á miðri vökunni var kaffi um borð borið og brauð með því. Þarna voru einnig unnin margskonar þarfa- verk, hin sömu og á kvöldvöku yngri deildar og fleiri til, og virtist hver hugsa vel um sína vinnu, nema hvað ungu fólki varð á, að líta hvert til annars, eins og í ógáti. Svo segir Einar Benediktsson: Situr stokkinn fljóðið frítt, feimin undan lítur, flytur hnokkann, brosir blítt, bláþráð sundur slítur. Kvöldvaka þessi stóð yfir í marga klukkutíma og var mikið unnið. Var þar mörg kapprjóð kinn yfir verkinu. Þar var yl- ur, friður og ánægja. Gleymdu menn pólitiskum ríg og ill- deilurn. Hafaldan drundi við brimfjörur Eyrarbakka og vetr-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.