Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 15.03.1930, Blaðsíða 12
84 SKINFAXI liver félagi rétt til, að bjóða með sér einu barni. Á skemmtunum þessum hefir verið leikið, sungið, kveðið, ræður haldnar, lesið upp, sýndar íþróttir og skuggamyndir, stignir vikivakar og tízkudansar. U. M. F. E. liefir aldrei notað aðfengna krafta á innan- félags skemmtunum. Auk ársskemmtana liafa félag- ar haft skemmtikvöld endrum og sinnum, er tilefni liefir verið. Opinberar skemmtanir til fjárafla hefir fél. lialdið flest ár, og suma vetur fleiri en eina. Síðan félagið stofnaði bókasafn, hefir það árlega haldið hlutaveltu fyrir það. Störf át ú við. — U. M. F. E. samþykkti á stofn- fundi, að ganga í U. M. F. f. Var það gert á þingi Sunnlendingafjórðungs U. M. F. f. vorið 1920. Síðan hefir það jafnan haft hönd í hagga um málefni sam- bandsins, eftir því sem einstakt félag á kost á. Félag- ar frá U. M. F. E. bafa t. d. setið öll sambandsþing síðan, sem fulltrúar Sunnlendingafjórðungs og síðar Skarphéðins. Nú siðustu ár, síðan sambandsskattur bækkaði, hefir fél. greitt yfir hálft ann.að liundrað kr. á ári, til sambandsþarfa. Siðan Héraðssambandið Skarpliéðinn var stofnað, við skiftingu Sunnlendingafjórðungs 1922, hel'ir U. M. F. E. verið þar stærst og aðsópsmest félag. Ilefir það að jafnaði átt fimm fulltrúa á héraðsþingum og alt- af mann í stjórn héraðssambandsins. Utan sambandsstarfseminnar hefir fél. átt minni samvinnu en skyldi við önnur U. M. F. Stöku sinn- um hefir það haft sameiginlega fundi með nágranna- félaginu, U. M. F. Stokkseyrar. Þá hefir flokkur fé- lagsmanna heimsótt U. M. F. Biskupstungna, Skeiða- manna og Baldur i Hraungerðishreppi. Félagið er í í. S. I. Ýms slörf. — Taflflokkur og tóbaksl)indindisflokk- ur störfuðu í félaginu um nokkurt skeið. — Fél. I)eitti

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.